Goðasteinn - 01.09.1993, Page 166
Haraldur Guðnason, f.v. bókavörður:
Guðmundur Guðfinnsson,
héraðslæknir
og
frú Margrét Lárusdóttir
Fyrri hluti
Guðmundur var fæddur 20. ágúst 1884 í Arnarstaðakoti í
Hraungerðishreppi. Foreldrar hans voru Guðfinnur Þorvarðarson
(1850—1906) bónda í Stóra-Klofa á Landi og konu hans Guðrúnu
Oddsdóttur hreppstjóra og fræðimanns í Þúfu á Landi Erlends-
sonar og k.h. Elínar Hjörtsdóttur. Þá er Guðfinnur hafði aldur til
gerðist hann vinnumaður í sinni sveit og á Rangárvöllum. Arið
1882 fékk hann til ábúðar Arnarstaðakot í Flóa. Guðrún frá Þúfu,
frænka hans, réðst þá til Guðfinns skráð bústýra, síðar talin hjón.
Guðrún varfædd íÞúfu 16. nóvember 1849, d. 16. desember 1897.
Arnarstaðakot var rýr jörð, tæplega 6 hundruð að fornu mati.
Tún þýfð og útslægja vatnsétin og gisin. I Jarðabók 1709 er búfé
talið 3 kýr, einn hestur og sauðfé um 20, ,,torfskurður meinast
eyddur" og grjót í túninu. Landþröng sögð mikil og kvikfé hætt
vegna graflækja. Þá er þau Guðfinnur hófu búskap voru bæði 32
ára. Börn: Guðmundur, f. 27. maí 1881 á Galtalæk, d. 13. maí
1882. Elín f. 27. maí 1881 á Galtalæk, d. 17. október sama ár.
Guðmundur f. 20. apríl 1884 í Arnarstaðakoti, d. 30. júlí 1938.
Guðrún f. 9. maí 1885 í Arnarstaðakoti, d. 17. janúar 1886. Yngvi,
f. 25. janúar 1887 í Arnarstaðakoti, d. 10. október 1945.
Barn Guðrúnar með Jóni Gíslasyni frá Oddakoti í Landeyjum:
Oddný Jónsdóttir, f. 29. apríl 1873 á Minni-Völlum á Landi, d.
14. janúar 1901 í Reykjavík. Annað barn Guðrúnar með Eiríki
Haraldur Guðnason
164
Goðasteinn