Goðasteinn - 01.09.1993, Page 171
Eins og fram kom í pistli Andrésar hefur Guðmundur verið
fremur félagslyndur. Á nýársdag 1901 stofnuðu fjórir ungir menn
í Reykjavík „Menningarfélagið Vísir“. Forsprakkinn var Pétur
G. Guðmundsson sem síðar varð helstur frumkvöðull verkalýðs-
samtaka á íslandi. Félag þetta hélt málfundi og gaf út handskrifað
blað sem hét Vísir. í félagið gengu ungir menn, „framfúsir fróð-
leiksgjarnir menn en fátækir að efnum“. Um stefnu félagsins
sagði Pétur: ,,En vér skulum ekki binda hugann um of við liðinn
tíma, heldur fagna þeirri öld sem í hönd fer, með þeirri öruggu
von, að hún hafi ekki minni þýðingu fyrir mannkynið heldur en
gamla öldin hafði“.
Félagið var ekki langlíft, starfaði frá 1901—1905. Á því tímabili
gengu 24 menn í félagið og af þeim voru a.m.k. 8 Rangæingar.
Guðmundur var í Vísi aðeins tvo síðustu mánuði ársins 1901. Þá
er hann sótti um inngöngu vildu sumir ekki taka skólapilta í félag-
ið, það væri ætlað ólærðum alþýðumönnum, sem væru þá líklegir
til að draga sig í hlé.
Rangæingar sem skráðir voru í menningarfélagið Vísi:
Ólafur Oddsson frá Sámsstöðum í Fljótshlíð, d. í Reykjavík 1936.
Hann var í félaginu allan tímann, mjög áhugasamur. Var lands-
kunnur ljósmyndari.
Magnús Magnússon frá Stóru-Hildisey í A-Fandeyjum, kaup-
maður á Isafirði.
Guðmundur Guðfinnsson, síðar læknir, alþingismaður og bóndi.
Þorsteinn Finnbogason frá Hjallanesi í Landsveit, bóndi og kenn-
ari. Frumbyggi í Fossvogi frá 1924. Átti safn erlendra bóka, gaf
Skógaskóla.
Þorvaldur Guðmundsson frá Marteinstungu í Holtum, fræðimað-
ur.
Páll Árnason frá Fellsmúla á Landi, lengi lögregluþjónnn í
Reykjavík. Var sagt að hefði farið ríðandi um götur Reykjavíkur
að löggæslustörfum.
Nýir félagar áttu að skila ,,inntökuritgerð“. Hún var stutt hjá
Guðmundi og nefnist „Frumleg hugsun“. „Flestir sem fást við að
rita finna mjög til þess, hve erfitt sé að varast að hugsanir annarra
komist inn í ritið...“ Þetta er inntakið, að hugsa sjálfstætt. Önnur
Goðasteinn
169