Goðasteinn - 01.09.1993, Side 172
grein Guðmundar: Um drauma, kom í 16.—17. tölublaði Vísis.
Höf. heldur því fram að tvö öfl ráði hugsun mannsins: ímyndun-
arafl og dómgreind eða skynsemi. Hið fyrra framleiði hugsanir,
en skynsemin skeri úr hvort nokkurt vit sé í þeim eða ekki. -
Víkjum þá aftur að lærða skóla og félagslífinu þar. Forseti
Framtíðarinnar 1901—1902 var Sigurður Guðmundsson frá Mjóa-
dal í Húnaþingi kallaður Sigurður grái. Þá var Guðmundur í
stjórn Iþöku af hálfu þriðjubekkinga. ,,Mímir“ lifði með litlunr
blóma. Vorið 1902 var Guðmundur kosinn forseti félagsins.
Bindindisfélag var starfandi og dansæfingar tvisvar í viku.
,,Framtíðarskáldin“ voru þá Lárus Sigurbjörnsson, Jóhann
Gunnar Sigurðsson og Andrés Björnsson. Mestir ræðugarpar
þóttu þeir Sigurður Guðmundsson, síðar skólameistari, Björn
Þórðarson síðar hæstaréttardómari og Björn Magnússon síðar
prestur og prófessor.
Olafur Lárusson segir svo frá í minningum sínum, að ekki hafi
verið ótítt að piltar hjálpuðu hver öðrum í skriflegum prófum,
einkum í latínskum stíl og stærðfræði. Þótti drengskaparbragð
meðal pilta en alvarlegt brot á skólareglum. Ef upp komst lá við
refsing, lækkun námsstyrks eða svipting hans með öllu heilt
kennslumisseri. Var þetta fátækum skólapiltum hörð refsing.
Námsstyrkur sem var kallaður ölmusa var 50—200 kr. á ári,
veittur duglegum og reglusömunr nemendum og fór eftir prófum.
Villur í stíl voru dýrar, máttu helst öngvar vera, t.d. í latneskunr
stíl. Latína og gríska voru metnar á við 5 greinar aðrar.
Miðsvetrarprófið 1902 dró dilk á eftir sér fyrir Guðmund. Um
þetta segir í Arbók Lærða skólans: ,,Miðsvetrarprófið 1902 var
að vanda haldið í síðari hluta febrúarmánaðar og gerðist fátt
merkilegt, nema í grasafræði í 3. bekk. Margir eru ,,þunnir“ í
þeirri grein og hafa því ,,subsidia“, en við því liggur þung refsing
ef upp kemst.
Geir Zoéga sat yfir, er hann slægvitur mjög og laginn við að ná
,,subsidia“ og svo fóru leikar í þetta sinn að Geir náði blaði af
Guðmundi Guðfinnssyni. Sagði Guðmundur að það væri upp-
kast, en Geir kvað ekki hans hönd vera á því. Sendi hann því næst
eftir rektor og kom hann að vörmu spori og fann þá annað uppkast
170
Goðasteinn