Goðasteinn - 01.09.1993, Page 176
ára. Flest urðu þjóðkunn; þau verða nú nefnd í aldursröð með
fáum orðum:
Pálína, fædd 9. ágúst 1877, á Hellum, d. 22. janúar 1929 í
Reykjavík saumakona. Nám í Hússtjórn Kvennaskólans, hús-
móðir á Spítalastíg 6 til æviloka. Seldi námsmönnum og öðrum
fæði. Stjórnsöm og vinsæl.
Páll Oskar, fæddur 20. september 1880 á Sjónarhól, d. 1.
febrúar 1949 í Reykjavík. Páll vartrésmiður. Hann varyfirsmiður
við Sjúkrahús Vestmannaeyja 1927. K.h. Jóhanna Þorgrímsdóttir
frá Ormalóni í Þistilfirði (1891—1964). Börn þeirra þjóðkunnir
leikarar: Lárus og Hólmfríður.
Ágústa (Þórdís Á), fædd 1882 á Sjónarhól, d. 27. júní 1963 í
Reykjavík. Ágústa var lærð hjúkrunarkona og stundaði nám í
Hússtjórnarskóla í Þingholtsstæti 28. Hún var hjúkrunarkona í
sjúkraskýlinu á Stórólfshvoli 1917—1923, frábærlega vinsæl í
starfi.
Olajur Oskar, fæddur 1. september 1884 á Sjónarhól, d. 6. júní
1952 í Vestmannaeyjum. Hérðaslæknir í Fljótsdalshéraði (með
Hróarstungu 1910—1925). Héraðslæknir í Vestmannaeyjum
1925—1951. Læknir við Franska spítalann Vm. 1925—1928 og
Sjúkrahús Vm. 1928—1930. Hafði sjúkradeild í íbúðarhúsi sínu
á tímabili. Farsæll læknir. Gegndi mörgum trúnaðarstörfum í
Eyjum og var sæmdur heiðursmerkjum. K.h. 1906 1906 Sylvía
N. Guðmundsdóttir frá Háeyri, ísleifssonar.
Jakob Óskar, fæddur 7. júlí 1887 á Sjónarhól, d. 17. sept. 1937
í Reykjavík. Stúdent Rvík 1908. Próf frá Prestaskóla 1911,1- eink.
Prestur ísl. safnaða í Kanada 1911—1912. Flutti heim með sér
ásamt tveim félögum fólksbíl. Því sagði Jónas frá Hriflu: ,,Séra
Jakob lluttu nútímahraðann inn í líf landa sinna“. - Var veitt Holt
undir Eyjafjöllum 1913. Lausn frá embætti 1934 vegna veikinda.
Skólastjóri Laugarvatni 1928—1929. Forystumaður stofnunar
Kaupfélags Hallgeirseyjar 1919. í hreppsnefnd og sýslunefnd.
K.h. 1913 Sigríður Kjartansdóttir prófasts í Holti Einarssonar.
Margrét, fædd 25. október 1889 á Sjónarhól, sjá nánar síðar í
þessum þáttum.
Sigurður Óskar, fæddur 21. apríl 1892 á Sjónarhól, d. 5. júlí
174
Goðasteinn