Goðasteinn - 01.09.1993, Side 179
urð son sinn (síðar magister): ,,Ef þú vilti verða dreplúinn og
heilsulaus á fimmtán árum skaltu lesa læknisfræði og verða hér-
aðslæknir“.
Árið 1910 voru föst laun lækna 1500 krónur á ári. Læknisvitjun
25 aurar á klukkustund. Gjaldskrá að öðru leyti í samræmi við
laun.
Guðmundur ritaði athyglisverða grein um launakjör lækna í I.
árg. Læknablaðsins 1915 sem nefnist Stéttarmálefni. Þar segir:
..Núverandi landlæknir hefir látið sér mjög annt um að bæta kjör
lækna og talsvert orðið ágengt“. Landlæknir var Guðmundur
Björnsson (1864—1937). Læknirinn heldur áfram: ,,Þrátt fyrir
þessar endurbætur er sannleikurinn sá, að varla er líft í helmingi
læknishéraðanna, og þau síður en eftirsóknarverð, svo að réttast
væri að vara ungu læknana alvarlega við þeim. Eg sótti um eitt
slíkt hérað á Norðurlandi dvaldi þar í tvö ár, og hefi margreiknað,
að eg muni hafa tapað 500 kr. á því flani; mörg héruð eru þó lakari
af því að þarna bjó gott fólk og efnað og praxis reyndist mjög viss
en því er varia að heilsa alls staðar. Praxis er þar um 250 kr., tekj-
ur því alls 1750 kr., mátti treina þetta til fæðis, fata og húsnæðis,
en það er ekki nóg fyrir lækni; hann þarf að afborga námsskuldir,
afborga verkfæri og kaupa nýjar bækur og tímarit. Til þess fer að
jafnaði 6—800 kr., er þá eftir meðal verkamannaskaup. Þetta eru
smánarlaun fyrir stöðu, sem er jafn ófrjáls og erfið og héraðs-
læknastaðan er á Islandi.
En læknar lifa ekki á 800 krónum, neyðast til að veltast áfram
í skuldunum, hafa sem fæst verkfæri (lækningatæki) og ódýrust
og kaupa sem minnst af bókum og tímaritum. Þeir vera að drepa
hjá sér alla námfýsi eins fljótt og þeir geta, af því að alla getu vant-
ar; er þó læknisfræðin helzt látandi á askana (nothæf) að dómi
alþýðu. Góðar handbækur eru nauðsynlegar, en þær eru dýrar, og
hvað margir hafa ráð á að kaupa þær? Læknarnir missa allan
áhuga á sínu starfi og láta reka á reiðanum. Lólk missir alla trú
á þeim og þeirra starfi. Þetta ástand er óþolandi fyrir stéttina og
þjóðina. Þjóðin metur góða lækna, og það ætti henni að skiljast,
að læknarnir verða því aðeins nýtir og góðir, að þeir hafi nægilegt
í sig og á, og þar að auki nægilegt til að afla sér frekari menntunar,
Goðasteinn n
177