Goðasteinn - 01.09.1993, Side 180
með því að kaupa sér ný verkfæri, tímarit og bækur, og lagt upp
svo mikið að þeir geti farið utan 5,—10. hvert ár til náms og notað
þann styrk, sem ætlaður er til þess á fjárlögunt. Nánar tiltekið
þarf fyrst og fremst að hækka fostu launin upp í 2000—2500 kr.,
og uppbót á lökustu héruðunum.“
I lokinn skrifar læknirinn: ,,Sjúkraskýli þarf að vera í hverju
héraði, og er sú nauðsyn víðast viðurkennd nú...Allt þetta þarf
að komast í gott horf, til þess að hrífa stéttina úr þeirri niðurlæg-
ingu. sem hún er nú í og hlýtur að vera í, svo lengi sem einstakir
meðlimir hennar eru sveltir, og látnir lifa á hrakningi um hérðuin
eins og flækingar, svo sem hefur víða átt sér stað fram á þennan
dag. Hingað til hefir mest verið talað um skyldur lækna við fólk-
ið, en ekki um skyldur þings og þjóðar við lækna sína.“
A þessum árunt voru landlægir sjúkdómar erfiðir viðureignar,
svo sem sullaveiki, lungnabólga, barnaveiki og berklar. Sjúkra-
skýli skorti. I neyðartilfellum voru bráðsjúkir menn fluttir til
læknisins þar sem oft skorti flest til móttöku. A sumrin voru sár-
veikir menn fluttir á hestvögnum en á sleðum á veturna ef færi
var. I versta tilfélli á kviktrjám. Þá voru tveir hestar látnir ganga
samsíða, tré var lagt á milli þeirra og sjúkrarúmið bundið þar
ofaná.
Sími var á fáum bæjum. Ferðalögin voru mjög erfið oft og tíð-
um, einkum að vetrarlagi. Stundum var beðið um læknisvitjun frá
fleiri bæjum samtímis. Eða læknirinn þurfti að leggja af stað í
vitjun um leið og hann kom heim úr erfiðri og langri vitjun.
Þá voru þess allnokkur dæmi að leggja þurfti bráðveikan mann
á hurð til að gera á honum uppskurð í tvísýnu um árangur, en sem
oftast heppnaðist. -1 útkjálkahéruðum höfðu læknar öngvan til að
ráðfæra sig við. A sjálfan sig og dómgreind sína varð læknirinn
að treysta“ (Bjarni Snæbjörnsson: Læknar segja frá).
Á Stórólfshvoli
Stórólfshvoll er landnámsjörð. Þar bjó Stórólfur sonur Ketils
hængs segir sagan. Ormur sonur hans, afreksmaður í þjóðtrúnni
,,Hann sló af þúfur allar og færði saman í múga, og þær einar
engjar eru sléttar af Stórólfshvoli“. Fleira segir af hreystiverkum
178
Goðasteinn