Goðasteinn - 01.09.1993, Page 186
þáði ekki fylgd, kvaðst alvanur vötnum síðan hann var prestur í
Meðallandsþingum. Þverá var talin varasöm sökum sandbleytu.
Prestur fór frá Hvoli skömmu fyrir háttatíma.
Séra Gísli lagði svo til strax út í ána, á gömlu aflögðu vaði móts
við Hemlu. Skipti öngvum togum að hestur hans stakkst fram af
sandbakka og á bólakaf. Drengurinn átti að bíða á eyrinni.
Alitið var að presturinn hefði orðið undir hestinunr og ekki náð
sér upp, en hann var sundmaður góður. Hesturinn kom fljótt úr
kafí og svamlaði að bakkanum, en prestur sást þá hvergi.
Pilturinn sem fylgdi presti reið nú í ofboði heim að Dufþekju
og sagði slysafréttina. Menn brugðu við niður að ánni, stuttan
spöl. Þá var lík prest rekið upp á eyri. Lífgunartilraunir komu
ekki að haldi. Guðmundi lækni varð að orði er hann spurði tíð-
indin: ,,Guði sé lof að ég átti ekkert brennivínið, svo ekki verði
því um kennt“.
Verslunarferðir voru farnar út á Eyrarbakka eða til Reykjavíkur
með þrjá hestvagna. Guðmundur læknir skipti mikið við apótekið
á Eyrarbakka. Olafur á Vindási sótti eitt sinn 10 potta af spíritus
þangað. Líka minnist Olafur þess að hann fór í innkaupaferðir til
Reykjavíkur, þá með þrjá vagnhesta.
Læknisvitjanir voru oft langar og erfiðar. Oft var Sigurður
bóndi á Vindási (faðir Olafs) fylgdar- og aðstoðarnraður Guð-
mundar við læknisaðgerðir. Ferðir í Þykkvabæinn voru einna
verstar, sagði Olafur, en sundvatn var þá í Djúpós. Stundum var
Þverá sundriðin, og væri hún vatnsminni var hætta á sandbleytu,
sem var öllu verrri en sund. Þetta voru mikil vatnaár.
Héraðsbúar höfðu mikla trú að Guðmundi sem lækni, sagði
Ólafur. Honunr tókst sérlega vel við lungnabólgu, fæðingar, bein-
brot og botnlangaskurði sem stundum varð að gera í baðstofu, þar
sem sá sjúki var lagður á fleka eða hurð. Þá kom sér vel að hafa
Sigga á Vindási til aðstoðar með klóroformið. Oft tók Guðmund-
ur ekkert fyrir ferðir, bara meðulin. Landmenn (í Landsveit)
sendu lækninum þá kannski kindur á haustin eða hangiket.
Guðmundur átti góðhesta og brúkaði þá stundum þegar hans
var vitjað. I júní 1917 varð það slys undir Austur-Eyjafjöllum að
ungur nraður varð undir hlöðuvegg sem átti að endurbyggja og
184
Goðasteinn