Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 189
klerkar um kristnihaldið. Á Efra-Hvoli sat sýslumaður, lengi
Björgvin Vigfússon, mætur maður og mildur dómari. I Garðs-
auka, skammt sunnar, var banki Rangæinga, Sparisjóðurinn.
Sæmundur bóndi Oddsson stjórnaði þeim ,,banka“ af ráðdeild.
Þar var líka aðalpóststöð og lítil verslun.
Á Stórólfshvoli voru haldnir pólitískir stórfundir. Fólk fjöl-
mennti úr flestum hreppum sýslunnar. Þetta voru yfirleitt úti-
fundir vegna mannmergðar. Betri skemmtanir gáfust ekki og
þurfti öngva poppara.
Ungmenanfélagsböllin voru líka hluti menningarinnar. Þá er
dansað var fram á morgun þurfti að hvíla spilarann eða spilarana.
Þá var gert hlé, flutt fræðandi erindi, jafnvel fleiri en eitt. Olafur
frá Vindási sagði svo frá (Blik 1969), að 3—4 sinnum á vetri hefði
Umf. Baldur fengið fyrirlesara til að flytja fræðandi erindi,
meðal þeirra nefndi hann Guðmund lækni, Björgvin Vigfússon
sýslumann, Sigurð Greipsson íþróttafrömuð, Ragnar Ásgeirsson,
Sigfús kennara á Þórunúpi og fleiri. „Menntafólkið í hreppnum
var ungmennafélaginu ómetanlegur styrkur“, sagði Olafur frá
Vindási.
Álfadans um áraamót, þá var gengið upp á Bjallann með blys,
oftast um 10. Jólaboðin á Hvoli voru mínar bestu stundir, bætti
Olafur við, til þeirra var boðið fólkinu í nágrenninu. Þá var mikil
hátíð. Spilað á orgel og sungið og farið í leiki. Og svo veislan í
mat og drykk, ógleymanlegur tími.
Lárus Haraldur sonur læknishjónanna sagði, þá kennari í Vest-
mannaeyjum: ,,Skemmtilegustu ár ævi minnar voru þar (á Stór-
ólfshvoli), í skjóli góðra foreldra, frjáls eins og fuglinn." (Skóla-
blað G.V.) I minningum fjöldskyldunnar var bjart yfir árunum 14
á Hvoli. Olöf Guðmundsdóttir kemst svo að orði um frú
Margréti, móður sína: ,,Hún átti ákaflega góðar minningar frá
þeim dögum er þau bjuggu á Hvoli. Það var mikill samgangur
milli bæjanna Efra-Hvols og Stórólfshvols, enda ekki langt að
fara. Fólkið á þessum bæjum fór oft saman í útreiðartúra um
sveitina og var oft glatt á hjalla“.
Guðrún R Helgadóttir fv. skólastjóri segir frá því í merkri bók
um Helga Ingvarsson yfirlækni, föður sinn, að eitt sinn sem oftar
Goðasteinn
187