Goðasteinn - 01.09.1993, Page 191
lega koma í I jós að Guðmundur væri mikilhæfur læknir og varð
hann því önnum kafinn við lækningarstörfin, og hlaut að leggja
á sig mikil og þreytandi terðalög. En svo mikil var skyldurækni
hans. fórnfýsi og góðsemi, að hann fór oft óbeðinn í sjúkravitjan-
ir, og var þá ekki kailað eftir borgun. Mun það og nálega eins-
dæmi, hversu linur hann var í fjárkröfum fyrir sína hönd og
gjöfull við fátæklinga.
Gestnauð var mjög mikil á Stórólfshvoli þessi árin. Læknis-
vitjanir óteljandi og auk þess alls konar ferðafólk, því að læknis-
setrið liggur í þjóðbraut. En allir voru velkomnir á þetta góða
heimili og sjaldan eða aldrei tekin borgun".
I greinarlok skrifar Þorsteinn á Hrafntóftum: „Guðmundur
læknir hefur nú sest að í Reykjavík með fjölskyldu sinni og leggur
einkum stunda á augnlækningar. Þarf ekki að efa, að honum muni
farnast vel í þessari nýju stöðu, enda óska Rangæingar þess af
heilum hug.“
Hvolsspítali
Með ólíkindum má teljast, að í blómlegum sveitum Suðurlands
frá Kambabrún til Jökulsár á Sólheimasandi var ekkert sjúkra-
skýli fyrr en árið 1917, sjúkraskýlið á Stórólfshvoli eða Hvolsspít-
ali í daglegu tali. Þetta var stórt vandamál þá er meiriháttar veik-
indi eða slys steðjuðu að.
I blaðinu Ingólfi birtist seint á árinu 1909 grein eftir frú
Eugeníu J. Nielsen á Eyrarbakka sem nefndist Sjúkrahæli austan-
fjalls. Frú Eugenía Jakobína var dóttir Guðmundar Thorgrímsen
verslunarstjóra á Eyrarbakka og konu hans Sylvíu Nielsen. Hún
giftist Pétri Nielsen verslunarstjóra. Um börn þeirra hjóna segir
Vigfús Jónsson í Dagskrá 1985: „Alkunn eru börn þessi öll fyrir
gæði, myndarskap og fórnfysi við kennslu og félagsstörf.“
Grein Eugeníu er endurprentuð í 1. tbl. Suðurlands árið 1910,
því hún ræðir ,,eitt af helstu velferðarmálum þessa svæðis.“ Þar
stendur m.a.: ,,Ég hefi oft undrast það í seinni tíð, hvernig Skaft-
fellingar, Rangæingar og Arnesingar geti unað því lengur að eiga
ekkert sjúkrahús í héruðum sínum“.
Goðasteinn
189