Goðasteinn - 01.09.1993, Page 201
Hann var á móti skólagjöldum. Hann vildi ekki leggja niður
kennslu í hagnýtri sálarfræði, sem fór fyrir brjóstið á sumum
þingmönnum.
Þingræður Guðmundar eru flestar stuttar, fyrst og fremst um
aðalatriði mála, og vel rökstuddar. Teygði hann ekki lopann eins
og nú er mjög í tísku.
A þingi 1923 flutti Guðmundur tillögu um friðun Þingvalla með
Jónasi frá Hriflu. Þingvallamálið var svæft í nefnd. Þá flutti Guð-
mundur tillögu um laxarækt og styrk til þess. Einnig ásamt Jónasi
tillögu um lækkun skatts á fólksbifreiðar, samþykkt.
Þá er vegalög voru á dagskrá þingsins 1923 var Guðmundur
framsögumaður samgöngunefndar. Margreynt var að breyta
vegalögum frá 1907, einkum flokkun vega og viðhaldsskyldu
sveitarfélaganna.
,,Eg skal aðeins nefna í því sambandi baráttu Arnes- og
Rangárvallasýslna um það, að fá létt af hinni fjárhagslega drep-
andi viðhaldsskyldu á flutningabrautum sínum“, sagði Guðmund-
ur í ræðu sinni. Ríkissjóður treysti sér ekki til að bæta á sig út-
gjöldum og því væru þessar drápsklyíjar settar á sveitarfélögin.
Á síðasta þingi sem Guðmundur sat, í apríl 1923 var rætt í Efri
deild um útflutning hrossa. Guðmundur Olafsson í Ási hafði orð
fyrir þeim sem vildu leyfa útflutning hrossa að vetrarlagi með
skilyrðum. Guðmundur læknir var dýraverndarmaður og talaði
mest á móti útflutningsmönnum ásamt Jóni Magnússyni.
Hinn 21. jan. 1922 ritaði Guðmundur grein í Tímann sem
nefndist Fjárhagsvandræðin. Rætur þeirra liggi í hóflausri eyðslu
einstaklinga, þings og stjórnar. Orsakirnar heimskuleg fordild og
hégómaskapur ,,sem fylgt hefur viðurkenningu á fullveldi voru“.
Þá skyldum við berast á í klæðaburði og híbýlaháttum, apa eftir
ríkari þjóðum. Þetta gat ekki orðið annað en uppskafnings- og
spjátrungsháttur. Nú sé svo komið að ,,fjárhagur lands og þjóðar
rambar á helvítis barmi“. Ný efnaleg sjálfstæðisbarátta verði að
koma til. Leiðirnar sem alþingismaðurinn bendir á voru þessar:
1. Samtök um sparnað. 2. Takmarka útgjöld ríkissjóðs. 3. Inn-
lend framleiðsla og iðnaður, virkjun fossa. 4. Myndun innlends
fjármagns í stórum stíl.
Goðasteinn
199