Goðasteinn - 01.09.1993, Page 210
sé af hinu góða og nauðsynlegt í öllu mannlegu samfélagi sem efl-
ast vill og dafna til farsældar landi og lýð. Og menn geta einnig
verið sammála um að ekkert kemur af sjálfu sér og til þess að
menning ettist og dafni verða tiltekin skilyrði að vera fyrir hendi.
Þar er líkt á komið og með akurlönd, því að á þeim spretta ekki
holl og fögur grös, nema að menn hafi fyrst undirbúið jarðveginn
og gert hann frjósaman. Á grýttri og snauðri jörð spretta ekki þau
blóm sem bera frjó til framtíðar, hvorki í eiginlegri né óeiginlegri
merkingu. En séu rétt skilyrði fyrir hendi verður uppskeran mikil
og góð. Það var einmitt það sem gerðist á M-hátíð á suðurlandi.
Og á þátttöku hinna mörgu í fjölbreyttu menningarstarfi byggist
þjóðmenning okkar og það er hún sem er lífgjafí tilveru okkar
sem sjálfstæðrar einingar í samfélagi þjóðanna.
Á M-hátíð á Suðurlandi sáum við glöggt hversu kraftar leystust
úr læöingi og hversu ótrúlega mikill fjöldi fólks kom fram og lét
að sér kveða í menningalegu félagsstarfi. Það atriði hversu vel
tókst til og hversu tnargir vöknuðu til vitundar um hvað í þeim
býr, má þakka frumkvæði og skipulagi þeirra aðila sem leiddu
starfið á hverjum stað. Jarðvegurinn reyndist frjór og tilbúinn til
að bera ríkulegan ávöxt, þegar að honum var hlúð á viðeigandi
hátt. Stundum heyrum við talað um hámenningu og lágmenn-
ingu. En á þessu tvennu er erfitt að gera greinarmun, því að
menning stendur fyrir sínu án allrar skilgreiningar. Við getum þó
verið sammála um að án lággróðurs á allur hærri gróður erfitt
uppdráttar eða eins og Nobelsskáldið orðaði það einu sinni, að til
þess að fá fram eitt þjóðskáld þyrftum við að eiga þúsund
leirskáld.
Án félags- og menningarstarfs, hvort sem um er að ræða skáld-
skap, hljómlist, söng, leiklist, myndlist eða eitthvað annað sem
fólk leggur fyrir sig í tómstundum eða gerir sér að lifibrauði,
sprettur aldrei upp sú þjóðmenning sem dugi okkur til að halda
velli og öðlast þá hamingju og innra öryggi, er geri okkur hlut-
geng í samfélagi menningarþjóða heims. Menningarstarf er því
forsenda tilveru okkar. Og líkt og þjóðmenning okkar skipar okk-
ur á bekk með öðrum menningarþjóðum, má fullyrða að menn-
ingarstarf úti um dreifðar byggðir landsins sé forsenda þess að
208
Goðasteinn