Goðasteinn - 01.09.1993, Page 225
Flesta þessa daga fór hiti yfir frostmark meðan sól var hæst á
lofti. Hitastig var fremur lágt, komst mest í 7 st. dagana 13., 15.
og 17. Vindhraði komst tvisvar í 8 st., þ. 13. og 26. Að öðru leyti
voru vindar hægir. Heiðríkt eða léttskýjað var 16 daga, rigning 2
daga, skúrir 3 daga og skýjað 9 daga.
Maí
Hæglætis sunnan- og suðaustanáttir voru nær alls ráðandi.
Hitastig var lágt, oft á bilinu 4—6 st. fyrri part mánaðarins, komst
þó stöku sinnum í 7—8 st. Þann 29. hlýnaði verulega og fór hiti
upp í 14—15 st., og komst í 18 st. þ. 30. Ekki fraus í mánuðinum.
Dagar sem sólar naut voru 8, rigning 8 daga, skúrir 8 daga og
skýjað án úrkomu 7 daga.
Júní
Attir voru breytilegar og sjaldnast meira en gola eða kaldi. Hiti
var sjaldan undir 12 stigum og oft 15—17 st. og komst nokkra daga
í allt að 20 st. hluta úr degi. Sólardagar voru 20, skúra varð vart
3 dga og skýjað að mestu 7 daga.
Júlí
Mánuðurinn var mjög hlýr og góðviðrasamur. Hiti var oftast
14—15 stig til þ. 23., og fór þá niður í 10—13, en þ. 28.—31. fór
hitinn aftur í fyrra horf. Hiti varð unr og yfir 20 st. um stund eftir
hádegi dagana 6., 8., 9., 11.—13., 16., 21. og 31., mestur þ. 6. nær
24 st. um tveggja klukkustunda skeið. Heiðríkt eða léttskýjað 16
daga, rigning 6 daga, skúrir 2 daga og alskýjað 7 daga.
Ágúst
Áttir voru yfirleitt breytilegar og vindar hægir. Fyrstu 9 dagana
var mjög hlýtt og komst hiti þá oftast í 15—17 st. Dagana 1. og 3.
komst hiti í allt að 20 st. miðdegis. Frá og með 10. ág. lækkuðu
hitatölur í 10—13 st., og frá og með þ. 25 fór hitinn varla yfir 10
st. Bjartviðri eða léttskýjað 13 daga, rigning 3 daga, skúrir 8 daga
og alskýjað 7 daga.
Goðasteinn
223