Goðasteinn - 01.09.1993, Page 231
Námið gekk Guðmundi mjög vel, enda áhugasamur, og seint
í júnímánuði vorið eftir (1890) tók hann inntökupróf í 1. bekk
lærða skólans með góðum vitnisburði.
Námið gekk honum ekki eins vel er í skólann kom þótt hann
væri góðum gáfum gæddur, hygg ég að það hafi stafað af því að
hann var jafnan heilsuveill og því ekki þolað námið og einnig af
því að hann var svo mikill gleðimaður og hrókur alls fagnaðar í
samkvæmum, orti mikið eins og nafnið ,,skólaskáld“ bendir til
og fyrir þessar sakir slegið slöku við námið.“
Svo virðist sem samtök sveitunga Guðmundar um að styrkja
hann til náms hafi verið almennari en hér kemur fram. I bréfi til
mín, frá 6. nóv. 1991, segir Ingólfur Einarsson frá Snjallsteins-
höfða eftir að hafa rætt um grein sér Einars Thorlaciusar: ,,I því
sambandi langar mig nú til að rifja upp að fyrir mörgum árum
rakst ég á ummæli um Jón Einarsson (1860—1915) sem lengi var
bóndi í Holtsmúla, vesturbæ, í svonefndu Landmannatali eftir
Óskar lækni Einarsson, en það er handrit í lestrarsal Þjóðskjala-
safns. Þar stendur þetta: ,,Jón Einarsson var hár og þrekinn og
mikill burðarrnaður. Talinn hógvœr og yfirlœtislaus. Þegar Land-
menn skutu saman til að styrkja Guðmund skólaskáld gafJón 10
kr, og meira en nokkurannar. Varfastmælum bundið að hver legði
fram lambsverð sem þá var 3 kr. Þá var Jón ungur og búlaus.“
Samkvæmt þessari heimild hefur verið um almenn samtök bú-
enda innan sveitarinnar að ræða, óvenjulegt ef ekki einstætt fram-
tak sem er Landmönnum til sóma, og ekki síður þeim sem höfðu
forystu þar um og beittu sér fyri framgangi málsins með svo far-
sælum hætti.
Guðmundur innritast í Reykjavíkurskóla haustið 1890 og lýkur
stúdentsprófi vorið 1897. Sr. Einar lauk miklu lofsorði á námsgáf-
ur og ástundun nemandans síns meðan Guðmundur las hjá honum
undir skóla, enda hefur lærisveinninn þá áreiðanlega verið náms-
þyrstur. Aftur á móti segir prestur að ekki hafi eins vel gengið eft-
ir að í Latínuskólann kom, telur að Guðmundur hafi þá slegið
slöku við og kennir um að hann var heilsuveill en jafnframt mikill
gleðimaður og afkastamikið skáld. Hvað sem þessari athugasemd
sr. Einars líður lauk Guðmundur samt stúdentsprófi með fyrstu
Goðasteinn
229