Goðasteinn - 01.09.1993, Page 232
einkunn eins og góðum nemanda hæfði. Ef til vill gerði velunnari
hans og fyrsti lærifaðir til hans of miklar kröfur og ætlaðist til
ágætiseinkunnar af honum og einskis minna. Eitt er víst um þenn-
an unga mann: hann yrkir. Hann er skólaskáld. Fyrsta ljóðabók
hans, Ljóðmæli, kemur út aldamótaárið 1900. Líklegt er að hann
hafi ort mörg þeirra kvæða sem þar birtust meðan hann enn var
í skóla.
Harðærin innrættust síðustu kynslóðum nítjándu aldarinnar að
sá sem ekki vinnur skyldi ekki mat fá, og þá var átt við strit í sveita
síns andlitis. Skáld skyldi ekki ala upp til allsnægta og munaðar.
Þvert á móti var það almenn trú að svangt skáld væri að öðru jöfnu
betra en satt og velalið. Og þótti sannast á mörgum. Ef til vill
sannaðist það einnig á Guðmundi skólaskáldi. Fullvíst má telja
að ekki hafi hann að jafnaði búið við mikla velsæld efnalegra
gæða. Stopul vinna við ritstörf og kennslu var ekki vænleg leið
til auðsöfnunar. Hins vegar þvarr ekki sú uppspretta ljóðlistarinn-
ar sem var lífið í brjósti hans. í kjölfar fyrstu ljóðabókarinnar
komu á fárra ára bili tvær næstu. Strengleikar 1903 og Gígjan
1906. I þessum þremur ljóðabókum eru mörg af hans hugþekk-
ustu kvæðum.
Guðmundur skólaskáld á rætur í sama jarðvegi og flest íslensk
skáld í samtíma hans og tekur út menntun og frama á þann hátt
sem hefðbundinn mátti kalla. Samsveitungi hans Grétar Fells seg-
ir, í grein sem hann skrifar um Guðmund, svo frá æskustöðvum
skáldsins að Landsveit sé „yndisleg með fjölbreyttu landslagi.
Þar skiptast á hraun, sandar, fjöll, fossar, grænar grundir, skógar,
heiðlönd og beljandi lækir með silfurtært uppsprettuvatn. I austri
gnæfir Hekla við himin en Tindafjallajökull og Eyjafjallajökull
eru sem „risar á verði við sjóndeildarhring.“ Öll þessi fegurð
vekur grun um hulið líf, óþekkta töfra, álfheimadýrð."
Hrifnæman ungling í fallegri sveit hefur skáldgyðjan lagt hug
á og heillað, til unaðar og til kvalar sem oftast fylgjast að í lífi
listamanns. Hann hleypir heimdraganum og flyst frá æskustöðv-
um, þar sem fátæktin er kveikja samhjálparinnar, til þessa ugg-
vænlega þéttbýlis bæjarins þar sem manneskjurnar eru ópersónu-
legar, hver gagnvart annarri eins og skip sem mætast á nóttu, án
230
Goðasteinn