Goðasteinn - 01.09.1993, Page 236
vegna a.m.k. 25 íslensk tónskáld, þar á meðal að ég held flest öll
sem skipað er í fremstu röð, hafa samið lög við ljóð Guðmundar
skólaskálds. Og ekki aðeins það. Við sama kvæðið urðu stundum
til mörg lög eftir jafnmörg tónskáld. Aðeins fáum ljóðskáldum
fellur sú hamingja í skaut að komast þannig á hvers manns varir
á vængjum söngsins.
I minningum mínum frá ungmennafélagsárunum er það ekki
aðeins Vormenn íslands sem leitar á hugann, heldur líka fjölmörg
önnur kvæði Guðmundar skólaskálds. Hversu oft var ekki sungið
lag og ljóð, og vitna ég þá til upphafs textans, eins ot t.d. Hún
amma mín það sagði mér, Kvöldblíðan lognværa, Ég elska hafið,
Sævar að sölum, Nú er glatt í borg og bæ, Vona minna bjarmi og
þannig mætti lengi halda áfram að telja.
Árið 1906 flutti Guðmundur til ísafjarðar og voru að því þau
tildrög að Jónas Guðlaugsson, skáld, hafði tekið að sér að ritstýra
blaði fyrir Landvarnarmenn þar vestra. Hann bauð Guðmundi
með sér sem samstarfsmanni við blaðið. Ekki er ósennilegt að
Jónas hafi meðfram viljað verða sér úti um andlegan félagsskap.
Utgáfablaðsins varð skammvinn, stóð í eitt ár. Arngr. Fr. Bjarna-
son, prentari, sem vann við setningu blaðsins, segir högum
Guðmundar þá hafa verið á þann veg háttað í Reykjavík að hann
átti þar ekki margra kosta völ og tók því boði Jónasar og flutti
vestur.
Ekki verður sagt að Guðnrundur skólaskáld hafi safnað verald-
legum auði þau sjö ár sem hann dvaldist á Isafirði, atvinna hvorki
trygg né vellaunuð. Hann var um tíma skrifari hjá bæjarfógeta,
gerðist síðar umsjónarmaður með bókasafni Isafjarðar, og stund-
aði meðfram kennslu. Þá ritstýrði hann blaði sem Arngrímur Fr.
Bjarnason stofnaði á Isafirði en útgáfa þess stóð ekki lengur en
u.þ.b. eitt ár.
Þrátt fyrir það var Isafjarðarförin eitthvert mesta gæfuspor sem
Guðmundur steig á lífsleiðinni. Þar kynntist hann og kvæntist
Olínu Þorsteinsdóttur. Með þeim tókust góðar og gagnkvæmar
ástir eins og mörg ljóð Guðmundar bera vott um. Skáld hafa oft
ort fögur kvæði til eiginkvenna sinna. í því sambandi koma mér
þó alltaf fyrst í hug Guðmundur skólaskáld og Páll Olafsson. Við
234
Goðasíeinn