Goðasteinn - 01.09.1993, Page 237
lestur kvæðisins ,,Heima“ er auðvelt að skynja að skólaskáldið
er komið heim, hann er ekki lengur utangarðsmaður, eins og sum-
urn vinum hans þótti hann áður vera, heldur umvafinn ástríki
hamingjusams heimilislífs þegar hann segir:
Eg uni mér best við arin minn
er elskan mín situr með bros á kinn
og raular á vökunni sönginn sinn
við sofandi glókolla mína.
Svo vitnað sé til upphafs þessa fagra kvæðis.
Arngrímur Fr. Bjarnason sem var heimiiisvinur Guðmundar og
Ólínu þegar þau bjuggu á Isafirði, segir hana hafa reist skáldið
upp og gert hann að nýjum manni. „Aldrei verður Ólínu Þor-
steinsdóttur fullþakkað“ bætir hann við, ,,að hún endurheimtir
ljúflingsskáldið fyrir þjóðina.“ Arngrímur segir einnnig að dval-
artíminn á ísafirði hafi verið blómaskeið Guðmundar sem skálds.
Sú ályktun hefur vafalaust mikið til síns máls. Fullvíst má telja
að hamingjan og öryggið sem hann bjó við í einkalífi hafi orðið
honum hvati að skapandi starfi. Tvær ljóðabóka hans, „Friður á
jörðu“ og ,,Fjósaskipti“ eru afrakstur þessara ára. Guðmundur
var einnig snjall þýðandi eins og fram kemur í „Erlendum ljóð-
um,“ safni af ljóðaþýðingum hans.
Unr Ólínu Þorsteinsdóttur farast sr. Ólafi fríkirkjupresti m.a.
svo orð: ,,En mesta auðnan í lífi þessa skálds var konan sem hann
eignaðist, þessi tryggi og ástríki vinur sem hann átti, hún var hon-
um eins og ritningin orðar það gjöf frá guði, hún bar friðinn, ljós-
ið og unaðinn inn í sálu hans, hún snéri óstyrkleika í styrkleika.
Hún skapaði honum friðsælt heimili og indælt og hamingjuríkt
heimilislíf. Hún var honum sá vinur sem reyndist honum æ betur
sem samvistardagarnir urðu fleiri.“
Lífsviðhorf Guðmundar skólaskálds breyttust á ýmsan hátt við
þau þáttaskil sem urðu í lífi hans þegar hann dvaldist á Isafirði og
síðar eftir því sem á æfina leið. Skömnru eftir að hann kvæntist
gerist hann góðtemplari og vann heilshugar að framgangi bind-
indishreyfingarinnar. Friðarhugsjónin náði einnig mjög sterkum
Goðasteinn
235