Goðasteinn - 01.09.1993, Page 239
og þar mættu honum kunnuglegar sýnir. Við biöstu hin mikilfeng-
legu leiktjöld: ,,Þið hljómið heið og breið og blá, mín björtustu
Austurfjöll,“ en nærmyndin var Hrólfsstaðahellir með Kirkju-
hvolnum þar sem ekki mátti „trufla aftansöng álfanna, og Rangá
við túnfótinn, og skáldið á valdi minninganna:
,,Ég man hvar í æsku ég orti mín ljóð við árinnar skjálfandi
nið“, og áin stendur honum fyrir hugskotssjónum á vordögum
þegar hún hefur brotið af sér ísinn og streymir fram flaumósa nið-
ur að Arbæjarfossi og í fjarlægð þráir skáldið að vera aftur í ná-
lægð fossins:
,,Mig langar svo oft er ársól fögur skín,
að ennþá mætti ég heyra ijóðin þín,
og kæri foss minn, sæll þar svala mér,
er sat ég forðum hugfanginn af þér.
Þannig mætti lengi halda áfram að rekja átthagatengslin í ijóð-
um Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds.
Margir ala með sér þá ósk að þeir geti notið þess á efri árum,
þegar hægjast fer um eftir amstur dagsins, að komast í meiri
snertingu við æskustöðvar sínar og uppruna. Hafi Guðmundur
skólaskáld borið slíka ósk í brjósti varð honum ekki að henni.
Hann dó fyrir aldur fram 44 ára gamall.
Vinir Guðmundar lýsa honum svo að hann hafi verið fíngerður
maður og tilfinninganæmur, ástúðin sjálf í viðmóti, hógvær og
lítillátur. Ein af hugsjónum hans var að hlúa bæri hvarvetna að
fegurðinni og vinna að aukinni háttprýði í samskiptun manna.
Hann var löngum heilsuveill og þoldi illa hretviðri og áfelli. A
haustdögum 1918 geisaði spánska veikin í Reykjavík og veiktist
Guðmundur af henni eins og fjöldi bæjarbúa. Hann náði sér ekki
eftir þau veikindi og andaðist hinn 19. mars árið 1919.
Góðir samkomugestir. Við erum hér í dag samankomin að
Laugalandi, menningarmiðstöð þriggja rangæskra sveitarfélaga
sem sameinast hafa um skólahald, og byggt hér upp menntasetur.
Þessi sveitarfélög eru Landmannahreppur, æskustöðvar Guð-
mundar Guðmundssonar skólaskálds og nágrannasveitarfélögin
Goðasteinn
237