Goðasteinn - 01.09.1993, Page 243
Fosstúni, Ástrún Svala Óskarsdóttir, Hrútafelli, Sigurður Björg-
vinsson, Stóru-Björg og Guðrún Tómasdóttir, Skógum.
131 voru á kjörskrá og atkvæði greiddu 90,08%.
Oddviti var kjörin Guðrún Inga Sveinsdóttir, varaoddviti
Ástrún Svala Óskarsdóttir og ritari Sigurður Björgvinsson.
Byggingarfulltrúi var ráðinn Guðmundur Guðmundsson á
Núpi, en Þórhallur Friðriksson lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Vorið 1990, komst í framkvæmd sorphirða í sveitinni. Verktak-
ar eru Flugbjörgunarsveit Austur-Eyfellinga og Ingólfur Björns-
son, Dragshlíðardal. Heimilissorp er sótt á hvert heimili í sveit-
inni, einu sinni í viku og er það urðað á Skógarsandi.
Um áramótin gekk Vestur-Eyjafjallahreppur í samstarf með
urðunina og næsta sumar Ferðafélag Islands, Þórsmörk.
Vorið 1990 var hafist handa við gerð göngustígs frá brún Skóg-
arfoss og niður eystri fossbrekkuna. Þetta er samstarfsverkefni
Austur-Eyjafjallahrepps og sjálfboðaliðasamtaka um náttúru-
vernd. Áætlað er að um 3ja ára verkefni sé að ræða.
Samningur var gerður milli Héraðsnefnda Rangæinga og
Vestur-Skaftfellinga og ábúenda í Ytri-Skógum, annars vegar og
Skógræktarfélags Rangæinga hins vegar, um land í Ytri-Skógum
til ræktunar Landgræðsluskóga. Plantað var um vorið u.þ.b.
25.000 birkiplöntum, sem virtust koma nokkuð vel undan vetri.
Sumarið 1990 synjaði byggingarnefnd Ferðafélaginu Utivist
um leyfí til að endurbyggja skálarústir Fjallamanna á Fimm-
vörðuhálsi. Hreppsnefnd staðfesti synjunina, enda Eyfellingum
ekki ljóst hvernig umrætt ferðafélag hefur náð yfirráðum yfir
þessu landssvæði. Ágreiningur er enginn um hreppamörk og af-
réttur í Austur-Eyjafjallahreppi.
Byggingarfulltrúi skipaði stöðvun framkvæmda, en allt kom
fyrir ekki, félagsmálaráðherra gaf leyfi íyrir byggingunni á síð-
ustu dögum ársins, áður en umbeðin umsögn heimamanna lá fyr-
ir, en byggingar og skipulagsmál færðust yfir til umhverfisráðu-
neytis í byrjun árs 1991.
Ekki var um annað að ræða en að fá úr málinu skorið fyrir dóm-
stólum. Gjafsókn fékkst í málinu hjá þáverandi dómsmálaráð-
herra.
Goðasteinn m
241