Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 245
Guðjón Ólafsson:
Vestur-Eyj atj allahreppur
Annáll 1990 og 1991
1990
Á árinu 1990 voru íbúar í Vestur-Eyjafjallahreppi 211, 114 karl-
ar og 97 konur. Á kjörskrá voru 147. 33 börn voru á grunnskóla-
aldri, 1 lést og 4 börn fæddust. I hreppsnefndarkosningum í júní-
mánuðu voru eftirtaldir menn kjörnir: Guðjón Ólafsson, sem er
oddviti, Baldur Ólafsson, varaoddviti, Baldur Björnsson, Viðar
Bjarnason og Sveinbjörn Jónsson.
Byggingarframkvæmdir voru með minna móti á árinu. Byggt
var eitt fjárhús, 216 m2, ein fjóshlaða, 1490 m3 og eitt geldneyta-
fjós með haughúsi, 81,5 m2. Unnið var að endurbótum á Selja-
landsskóla fyrir kr. 2,266,800,00.
Samkvæmt forðagæsluskýrslum var búfé í hreppnum sett á vet-
ur haustið 1990 635 kýr, 87 kvígur, 495 geldneyti og 255 kálfar,
nautgripir alls 1572. Sauðfé: 5107 ær, 873 gemlingar, hrútar 151,
sauðfé alls 6131. Hross voru 802, svín 4 og minkar 373. Fóður-
birgðir voru 3,443, 435 fóðureiningar en fóðurþörf áætluð 2,889,
475 fóðureiningar. Innlögð mjólk í Mjólkkurbú Flóamanna var
2,097,870 1.
Markarfljótsbrúin bilaði en fljótið gróf frá næst austasta stöpli
og leiddi til þess að hann seig niður um 20—30 cm undan umferð-
arþunga.
Landgræðsla ríkisins hefir unnið að því um nokkur undanfarin
ár að dregið yrði úr beitarálagi á afréttum Vestur-Eyjafjalla-
hrepps. Fé þar leitaði jafnan nokkuð inn á skógarsvæðin á Þórs-
mörk og Goðalandi og var illa séð. Girðingar dugðu ekki að fullu,
enda skógarsvæði aldrei hringgirt. Beitarálag á afréttum hafði
stundum verið um of og æskilegt að þeir fengju friðun um tíma,
Goðasteinn
243