Goðasteinn - 01.09.1993, Blaðsíða 255
Félagslífið í sveitinni er nokkuð hefðbundið frá ári til árs.
Kvenfélagið sá um árlegar samkomur sínar og fjáröflun til ýmissa
góðra mála. Einnig var farið í leikhús. I stjórn eru: Kristín Ara-
dóttir form., Guðbjórg Júlídóttir og Ingibjörg Halldórsdóttir.
Búnaðarfélagið sér um árlegt þorrablót. Leigir út tæki sem eru
í eigu þess, til jarðvinnslu og búnaðarhagræðis. Veitir árlega
verðlaunabikar þeim hesti sem dæmdur er bestur á sýningu
F1 jótshlíðardeildar Geysis. I ár hlaut Blesi Jónu Guðmundsdóttur,
Kirkjulæk þessi verðlaun. Arni Jóhannsson, Teigi er form. Aðrir
í stjórn: Eggert Pálsson, Kirkjulæk og Kristinn Jónsson.
I nautgripafélagi Fljótshlíðar skilaði Droplaug 106 Eggerts
Pálssonar hæstu nyt þeirra kúa er voru á skýrslu. Hún mjólkaði
7.337 lítra með fitu 3,74. í stjórn: Guðgeir Olasson, Efri Þverá,
Kristinn Jónsson, Staðarbakka og Erla Hlöðversdóttir, Sáms-
stöðum.
Fjárræktarfélagið Hnífill hafði á skýrslum 1.196 ær frá 8 félags-
mönnum. Þær skiluðu 26,9 kg. af kjöti eftir á með lambi. Mestar
afurðir voru hjá Jens Jóhannssyni, Teigi 28,8 kg eftir 257 ær og
hjá Eggerti Pálssyni 28,6 kg. eftir 178 ær. Hrútasýning var á veg-
um félagsins á eins vetra hrútum og stóð þar efstur Randver Arna
Jóhannssonar í Teigi. í stjórn félagsins eru: Jens Jóhannsson,
Teigi, form., Kristinn Jónsson, Staðarbakka, ritari og Garðar
Halldórsson, Lambalæk, gjaldkeri.
Ungmennfélagið Þórsmörk starfaði af krafti á árinu. Helst má
þar nefna að félagar þess unnu bæði í yngri og eldri flokki á Ran-
gæingamóti innanhúss og unnu þar með þrjá verðlaunabikara.
Starfið að öðru leyti svipað og árin á undan. I stjórn voru: Eggert
Sigurðsson, Smáratúni, form., Páll Eggertsson, Kirkjulæk, ritari
og Jón Ólafsson, Kirkjulæk, gjaldkeri.
Veður var hér milt fýrst á árinu en um miðjan febrúar tók að
snjóa svo um munaði Gerði svo mikla snjóskafla víða kringum
bæi að elstu menn muna ekki eftir öðrum eins. Fyrsta maí kom
svo vorið og var tíðarfar hagstætt eftir það. Sláttur hófst á nokkr-
um bæjum í júnímánuði og var talsvert af þurrheyi hirt um mán-
aðarmót júní—júlí.
Goðasteinn
253