Goðasteinn - 01.09.1993, Page 260
Á vegum Rangárvallahrepps fór fram áburðargjöf á afrétti og
víðar, viðhald afréttargirðinga og húsa, forðagæsla, böðun og
fleira.
Áhaldahúsið sem Jón Ingi Guðmundsson veitir forstöðu tók
þátt í stórum hluta þeirra verkefna sem áður eru talin, auk þess
að sjá um venjubundið viðhald á eignum hreppsins og opnum
svæðum. Sundlaugin var rekin á venjubundin hátt meirihluta árs-
ins. Snjómokstur var nokkuð fyrirferðamikill fyrri hluta ársins
vegna erfiðs tíðarfars. Vegabætur urðu þær helstar, að nýr vegur
var lagður að hluta til frá Svínhaga að Hólum.
Rangárvallahreppur rekur vatnsveitu á Hellu og slökkvilið er
rekið í samstarfi við Holtahrepp. Nokkur útköll urðu á árinu, en
ekki urðu stórkostleg tjón.
Félagsstarf var öflugt á árinu sem fyrr og má þar nefna 2 kven-
félög, Ungmennafélagið Heklu, flugbjörgunarsveitina, Lions-
klúbbinn Skyggni og búnaðarfélagið ásamt fleirum.
1991
í Rangárvallahreppi töldust vera 762 íbúar þann 1. desember
1991, og var það fjölgun um 15 frá árinu áður. Körlum hafði fjölg-
að talsvert meira en konum, eða um 12 og voru 395 talsins, en
konur voru 367 og hafði fjölgað um 3.
5 fréttabréf komu út og ársskýrsla fýrir árið 1990, ásamt fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1991 voru sendar á hvert heimili í hreppn-
um, en það er nýlunda.
Á árinu tók til starfa félagsmiðstöð á Hellu. Kapalkerfi var rek-
ið á Hellu með 4 hljóðvarpsrásum og 6 sjónvarpsrásum, eins og
undanfarin ár. Veitt voru umhverfisverðlaun að venju fýrir snyrti-
lega umgengni við íbúðarhús og lóð á Hellu, bændabýli, fyrirtæki
í hreppnum og tekin var upp sú nýbreytni að veita einnig verðlaun
fýrir snyrtilegan sumarbústað.
Fjórðungsmót hestamanna var haldið á Gaddstaðaflötum sum-
arið 1991. Rangvellingar tóku þátt í M-hátíð á Suðurlandi 1991 og
má þar nefna ýmsa viðburði sem fram fóru á Hellu, t.d. barnahá-
tíð á sumardaginn fýrsta, harmónikuhátíð fýrir aldraða, en hæst
258
Goðasteinn