Goðasteinn - 01.09.1993, Síða 263
sumarið 1990 varð eins og sýnishorn af því sem gerðist sumar er
leið, og er tjónið gífurlegt nú þegar, og ekki öll kurl komin til
grafar. Er þá sleppt að meta stórlega aukna vinnu, sem þetta
ástand skapar. Það er kaldhæðni, að þessi vágestur þrífst aðeins
við úrvals vaxtarskilyrði kartatlna, þ.e. háan lofthita og hátt raka-
stig lofts. Veltur nú á miklu, að sú dýrkeypta reynsla sem fyrir
hendi er, nái með hjálp sérfróðra manna, að halda tjóni niðri með
líkum hætti og þær þjóðir, sem búa við árvissa myglu, hefir tekist.
Því mun að vísu fylgja drjúgur pinkill í formi lyfjakostnaðar, en
annarra kosta er ekki völ. -
I þann mund er ég var að komast á skólaaldur, var kennt á þrem-
ur stöðum í Austur-Landeyjum. Kennarinn hafði aðbúnað á
heimili mínu, þann tíma, sem ég sótti skóla. Minnisstæðastur af
kennurum verður mér hagyrðingurinn og hestamaðurinn Sigurð-
ur Jónsson frá Brún. Hann var hinn mesti sjór af lausavísum, og
kvað oft fyrir munni sér, með rímnalagi. Ein var þessi:
Oftast fannst mér lífið létt,
löngum gleymdist varinn.
Sæi ég einhvern sólskinsblett,
svo var ég þangað farinn.
Og mitt í armæðunni, kom ég auga á sólkinsblett. Hann er
svona: Það er í þ.m. öllum sem hlut eiga í vatnasvæði Hólsár og
Rangánna, kærkomið umræðuefni hvað skipast hefir í skyndingu
til betri vegar um aflabrögð í vötnunum. Það var satt að segja dap-
urlegt um að litast á þeim akri, fram til sumarsins 1990. Aratugi
er búið að streða við að auka fiskigengd vatnanna, og eins og þeg-
ar von er á fjölgun í fjölskyldunni, er smíðuð vagga, fór stjórn
Veiðifélags Rangæinga eins að, og lét smíða marga fiskistiga, en
það kom bara enginn fiskur til að nota þá. Það voru alltaf deildar
meiningar um, hvort unnt reyndist að gera Rangárnar að laxám.
Það bar hátt í umræðunni, að meðan vötnin runnu öll til sjávar um
ósa Þjórsár, og náttúran réði gönguleið fiskjarins, gekk laxinn
upp Þjórsá, en Sjóbirtingurinn í Rangárnar.
Rétt er að geyma hástemmdar áætlanir um afrakstur vatnanna,
Godasteinn
261