Goðasteinn - 01.09.1993, Page 275
oft til hans leitað. Margrét andaðist 1958. Bjó Jón áfram með dótt-
ur sinni og tengdadsyni, Lárusi, til 1962 en flutti þá til Reykjavík-
ur. Þar vann hann fullan vinnudag fram á nítugasta aldursár og gaf
yngri mönnum ekkert eftir í starfi.
Börn hans og Margrétar eru Einar, búsettur í Reykjavík, og
Ingibjörg Hildur húsfreyja í Indriðakoti. Tvíbura misstu þau við
fæðingu. Sonur Margrétar, Kristinn Björnsson, ólst upp í Vestur-
holtum og reyndist Jón honum góður faðir. Lárus Ágústsson
bóndi í Indriðakoti ólst upp hjá þeim hjónum frá 9 ára aldri. Jón
andaðist 3. febrúar 1991.
Eysteinn Einarsson
Brú
Eysteinn Einarsson var fæddur 12. apríl 1904, sonur Einars
Þórðarsonar og Steinunnar Jónsdóttur. Steinunn giftist síðar Vig-
fúsi Guðmundssyni bónda á Hvalsá í Hrútafirði og ólst Eysteinn
þar upp með tveimur hálfsystrum. Hann giftist um tvítugt
Kristínu Lilju Jóhannesdóttur og bjuggu þau lengst á Bræðra-
brekku í Bitrufirði. Börn þeirra voru 10, Jóhanna Margrét,
Bjarni, Jón Bragi, Kristjana, Einar, Sveinn, Steinunn, Laufey,
Fanney og Trausti. Þau hjón slitu samvistir. Samfara búsýslu var
Eysteinn lengi verkstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Hann og sam-
býliskona hans, Jensína Björnsdóttir, reistu heimili sitt að Brú við
Markarfljótsbrú og gerðu garð sinn frægan fyrir frábæra gestrisni
og skemmtandi samræður. Eysteinn stóð þá fyrir byggingu varn-
argarða fyrir Markarfljót sem gerbreytt hafa byggðum um austan-
vert Rangárþing. Eysteinn stóð fyrir byggingu kirkju í Stóra-Dal
og átti góðan þátt í söngmálum í sveit sinni, var forystumaður í
félagsmálum hestamanna og hafði mikið yndi af góðhestum.
Börn hans og Jensínu eru Jens, búsettur í Ameríku, Dofri, með
verktakafyrirtæki í Hvolsvelli og Gísli bílstjóri og bóndi í Ey.
275
Goðasteinn m