Goðasteinn - 01.09.1993, Page 279
Árið 1897 þegar Guðríður var á fyrsta ári, fluttist hún með
foreldrum sínum að Kirkjulandi í Austur-Landeyjum. Þar átti
Guðríður heima í 23 ár. Gæfudagur rann upp 20. júlí 1920 er hún
giftist Sigurði Þorsteinssyni frá Bergþórshvoli, er var þekktur
sem einn Bergþórshvolsbræðra. Giftingarárið sitt keyptu þau
Sigurður og Guðríður litla jörð í Austur-Landeyjum, Kúfhól, og
bjuggu þar síðan í 45 ár. Þá var tími húslestranna og síðan skall
heimskreppan á. Veikindi komu upp og erfiðleikar voru miklir.
En við þessar aðstæður eignuðust þau Sigurður og Guðríður níu
börn, en eitt þeirra er nú látið. Þessi börn eru: Iðunn Ingibjörg,
er var gift Þorláki b. Halldorsen listmálara. Þau eru bæði látin.
Þorsteinn bílstjóri og sjómaður í Reykjavík, ókvæntur. Olafur,
brunavörður í Reykjavík, kvæntur Jóhönnu Stefánsdóttur.
Bergþór gullsmiður í Reykjavík, kvæntur Völu Sigurjónsdóttur.
Ingunn Sesselja teiknikennari í Reykjavík, ógift. Soffía skrifstofu-
maður í Reykjavík, ógift. Auður Kristín gift Oskari Halldórssyni
bónda á Syðri-Úlfsstöðum í A.-Land. Guðrún Lára á Kúfhóli,
hennar maður var Stefán Jónsson, skólastjóri, sem nú er látinn.
Hjördís skrifstofumaður í Kópavogi og gift Jóhannesi Ögmunds-
syni múrarameistara.
Þau Sigurður og Guðríður brugðu búi árið 1965 og fluttust þá
til Reykjavfkur, en við tóku Stefán og Stella. I Reykjavík andaðist
Sigurður þann 30. janúar 1974, 88 ára að aldri, en hann var 11
árum eldri en Guðríður og þá hafði þeirra farsæla hjónaband stað-
ið í 53 ár.
Eftir þetta var Guðríður áfram í litlu íbúðinni þeirra á Rauðar-
árstíg 28. En síðustu 4 árin var Guðríður á dvalarheimilinu Selja-
hlíð í Reykjavík, en hún andaðist í Borgarspítalanum liðlega 93
ára, 2. maí 1990.
Guðríður var létt í spori, glaðlynd, bókelsk og víðlesin. Með
æðruleysi og glæsibrag sigraði hún erfiðleikana, sem oft urðu á
vegi hennar. Trú hennar á Guð var einlæg og handleiðslu hans
lofaði hún oft. Það var sómi að þessum fulltrúa gömli aldamóta-
kynslóðarinnar.
Útför hennar var gerð frá Krosskirkju 19. maí.
Goðasteinn
277