Goðasteinn - 01.09.1993, Page 284
Stefán Kristjánsson
Ysta-Koti, Vestur-Landeyjum
Hann hét fullu nafni Sigurbergur Stefán Kristjánsson og var
bóndi og bílstjóri. Hann var fæddur í Ysta-Koti hinn 4. ágúst árið
1949. Foreldrar: Kristján Pétursson og Margrét Stefánsdóttir.
Kristján Pétursson átti svo eina kjördóttur: Kötlu. Hálfbræður
Stefáns eru Pétur Guðmundsson og Brynjar Kristjánsson.
Stefán ólst upp í Ysta-Koti með móður sinni, móðursystkinum,
móðurömmu og frænku. Stóð svo til 10 ára aldurs, en þá fór hann
með móður sinni að Stóru-Hildisey í Austur-Landeyjum. Þar
giftist Margrét, Guðmundi Péturssyni og hjá þeim ólst svo Stefán
áfram upp.
Árið 1973 er Stefán var 24 ára gamall hóf hann búskap í Ytri-
Njarðvík með Sigrúnu Adolfsdóttur og giftust þau um það leyti.
Þau eignuðust tvö börn: Ólaf Guðna, fæddur 1973 og Sigur-
björgu, fædd 1975. Þau Stefán og Sigrún slitu samvistir árið 1976.
Þá er það árið 1982 að hann og Valgerður Sigurjónsdóttir hófu
sambýli á Hellu. Árinu áður hafði Valgerður misst mann sinn,
Axel Gústaf Guðmundsson frá tveimur börnum þeirra, sem svo
Stefán gekk í föðurstað, en þau eru Guðmundur Páll fæddur 1976
og Sigríður Anný fædd 1978. Síðan eignuðust þau Valgerður og
Stefán tvo syni sem eru: Gísli Kristján fæddur 1984 og Grétar
fæddur 1990. Eftir dvölina á Hellu hófu þau Stefán og Valgerður
sveitabúskap, síðast í Ysta-Koti.
Helstu störf Stefáns önnur en búskapur voru vertíðarstörf, bíl-
stjórastörf víða og einnig var hann veghefilsstjóri hjá Vegagerð
ríkisins í Hvolsvelli. Síðast vann hann við ýmis störf í
Steypustöðinni Stöpli á Hvolsveli, en þar fórst hann af slysförum
26. júlí sl. 41 árs að aldri. Hann hefði hins vegar orðið 42 ára á
morgun. — (Þessi orð voru flutt 3. ágúst 1991).
Stefán Kristjánsson var einstaklega bóngóður og greiðvirkinn
maður, laghentur og hafði mikið yndi af hestum. Hann var mjög
íþróttasinnaður og félagslyndur, eins og raunar útlit hans og fas
bar með sér. Á sínum yngri árum keppti hann og náði ágætum
árangri í íþróttum. Hann var einarður drengskaparmaður, laus
282
Goðasteinn