Goðasteinn - 01.09.1993, Page 287
eldra Ágústs í Lækjarhvammi árið 1934. Hið upphaflega nafn
bæjarins var reyndar Búðarhóls-norðurhjáleiga. Norðurhjáleigu-
nafnið var þó meira notað undir það síðasta, en Ágúst og Guð-
munda breyttu því svo í Lækjarhvamm og fengu það nafn lögfest
1955.
Þar bjuggu þau til ársins 1967, er þau fluttu til Reykjavíkur að
Kambsvegi 19 og stóð heimili þeirra þar síðan. Börn Ágústa og
Steinunnar Guðmundu eru: Ingibjörg fædd 1933 gift Þorsteini
Guðlaugssyni frá Vík og búa þau í Reykjavík. Ingvi Guðlaugur
byggingameistari fæddur 1934 kvæntur Hjördísi Marmundsdótt-
ur frá Svanavatni, en þau búa á Hvolsvelli og Gréta Olafía fædd
1936 gift Einari Jónssyni frá Núpi og búa þau í Reykjavík.
Auk þess að vera bóndi og mikill starfsmaður, var Ágúst Guð-
laugsson þjóðhagasmiður, einkum á tré.
Vegna írekaðra óska hans sjálfs, verður ekki meira um hann
sagt hér, en minnst á orð Cyprianusar biskups frá Karþagó:
,,Hinir dánu eru ekki horfnir að fullu, þeir eru aðeins komnir á
undan“.
Ágúst lést í Landakotsspítala 26. ágúst 1991, 88 ára að aldri.
Útför hans var gerð frá Krosskirkju 31. sama mánaðar.
Elís Hallgrímsson
Lækjarbakka, Vestur-Landeyjum
Hann var fæddur að Hrafnkelsstöðum við Kolgrafarfjörð í
Eyrarsveit á Snæfellsnesi hinn 14. september árið 1907, en sá bær
er nú í eyði. Foreldrar hans voru Hallgrímur Guðbrandsson frá
Fróðá og Herdís Gróa Félsteð Lárusdóttir frá Kolgröfum. Elis,
en slíkur er rithátturinn og framburðurinn á nafni hans fyrir vest-
an, var yngstur af þremur börnum þeirra. Elst var Herborg sem
nú er látin og síðan Sigurður Breiðfjörð, sem enn er á lífi í
Kanada. Sama ár og Elís fæddist fór faðir hans til Kanada ásamt
Sigurði syni sínum, en til stóð að Gróa kæmi á eftir. Svo varð þó
ekki. Þrátt fyrir það varð Hallgrímur um kyrrt í Kanada, en þang-
að var fluttur stór hluti af hans fólki.
Goðasteinn
285