Goðasteinn - 01.09.1993, Page 296
Elín Guðmundsdóttir
og
Guðni Þorgeirsson
frá Ásvelli
Elín Guðmundsdóttir var fædd á Núpi í Fljótshlíð 13. apríl 1896
og lést í Reykjavík 12. mars 1990. Foreldrar hennar voru hjónin
Þuríður Sigurðardóttir og Guðmundur Magnússon. Auk Elínar,
sem var næst yngst systkina sinna, áttu þau 12 börn: Magnús,
Guðmund, Guðrúnu eldri, Þórunni, Steinunni, Guðrúnu yngri,
Högna, Önnu, Þuríði og Helga. Sigurður sonur þeirra drukknaði
um tvítugt og eina dóttur misstu þau nýfædda. Elín ólst upp á
Núpi, en hóf ung að sækja vertíðarvinnu í Vestmannaeyjum og
hélt þeim hætti árum saman. Árið 1913 fór hún til bús með syst-
kinum sínum, Magnúsi og Steinunni, að Háakoti í Fljótshlíð og
flutti 4 árum síðar með þeim að Torfastöðum og átti þar heimili
til 1933, en í maímánuði það ár giftist hún Guðna Þorgeirssyni.
Guðni var fæddur í Stöðlakoti í Fljótshlíð 6. júní 1902 og lést
á Selfossi 15. maí 1991. Foreldrar hans voru hjónin Halla Björns-
dóttir og Þorgeir Guðnason. Auk Guðna, sem var næst yngstur
sinna systkina, áttu þau 4 börn: Kristínu Lilju, Margréti, Þórhall
og Jórunni. Frá 8 ára aldri ólst Guðni upp hjá föðurbróður sínum,
Guðna Kristni Guðnasyni á Torfastöðum, og konu hans Önnu
Jóhannsdóttur. Ungur fór hann til vertíðarstarfa í Vestmannaeyj-
um og var þar alls 14 vertíðir.
Þau Guðni og Elín hófu búskap vorið 1933 í Stöðlakoti hjá for-
eldrum hans, en fluttust árið eftir að Torfastöðum til Högna
Guðmundssonar, bróður Elínar, og voru þar í húsmennsku næstu
árin. Fyrstu árin þar fóru þau til Vestmannaeyja um vertíðina.
Vorið 1941 fengu þau ábúð á Ásvelli í Fljótshlíð, byggðu þar upp
og bjuggu þar síðan í 25 ár, litlu, en snyrtilegu og gagnsömu búi.
Þau hjónin voru kunn að gestrisni, glaðværð og hjálpsemi. Þau
eignuðust einn son, Þórhall, sem jafnan bjó í skjóli foreldra sinna
meðan þau lifðu.
294
Goðasteinn