Goðasteinn - 01.09.1993, Page 326
s
Benedikt Agúst Guðjónsson
Nefsholti, Holtum
Benedikt var fæddur hinn 5. ágúst 1896 að Saurbæ í Holtum.
Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Jónsson og Sólveig Magnús-
dóttir.
Vorið 1897 fluttust foreldrar hans að Nefsholti og þar ólst hann
upp, elstur 7 systkina en þau voru, auk hans: Þuríður, Málfríður,
Júlía, Halldóra, Eyfríður og Páll.
Benedikt naut tilsagnar í námi hjá Gunnlaugi Þórðarsyni far-
kennara um tveggja vetra skeið, og var þar lagður grunnur að
áframhaldandi sjálfsnámi manns sem þyrsti í frekari fróðleik og
uppbyggingu hugans, - þá uppbyggingu sá hann sjálfur um, með
lestri góðra bóka gegnum árin.
Benedikt kvæntist Ingibjörgu Guðnadóttur frá Hvammi í Holt-
um, 13. júlí 1924. Hafði hann þá tekið við búi í Nefsholti af for-
eldrum sínum 2 árum áður. Var það upphaf langs og farsæls bú-
skapar. Eignuðust þau 7 börn: Kristínu, Málfríði, Auðu Ásu,
Teit, Einar, Jónu Veigu og Guðnýju Finnu.
Um árabil vann Benedikt ýmis störf utan heimilisins, m.a. við
verslunar-, skrifstofu- og endurskoðunarstörf hjá Kaupfélagi
Rangæinga, var hreppstjóri Holtamanna, formaður sóknarnefnd-
ar Marteinstungukirkju, sat í skólanefnd Laugalandsskóla, og
fjallkóngur um áratugaskeið.
Benedikt var gáfumaður, glöggur og áreiðanlegur. Hann hafði
mikla stjórnunarhæfileika og var vel máli farinn. Bókhneigður
var hann og tilfinningarríkur. Þann þátt þekkti fjölskylda hans, -
elskaði hann og virti.
Benedikt andaðist þann 25. maí 1991.
324
Goðasteinn