Goðasteinn - 01.09.1993, Page 327
s
Magnús Steinar Agústsson
Brekku, Þykkvabæ
Magnús Steinar, að jafnaði kallaður Steinar af ástvinum sínum,
var fæddur 5. apríl 1967. Foreldrar hans voru hjónin Þóra Kristín
Runólfsdótir og Ágúst Guðjón Helgason, búendur á Brekku í
Þykkvabæ.
Hann ólst upp í Brekku, miðbarnið í hópi þriggja systkina;
Ragnhildur, þá Steinar og Guðmunduryngstur. í hópi glaðra syst-
kina, ástúðlegra foreldra og síðast en ekki síst undir verndarvæng
afa og ömmu sinnar, óx hann úr grasi, fallegur drengur, ljós yftr-
litum, með bjart bros. Þetta voru þeir tímar, þegar hver dagur bjó
yfir sínum ævintýrum, gleði og reynslu.
Amman Borghildur, var Steinari afar kær. Faðmur hennar var
alltaf opinn þegar á þurfti að halda, og nálægð hennar á heimilinu
var Steinari ómetanleg. Frá henni stafaði góðvild og mildi sem
allt virtist skilja og á öllu kunna skil, þegar til var leitað eftir hugg-
un og hún krafin svara við lífsins gátum.
Steinar gekk í barnaskólann í Þykkvabæ og lauk þar skyldu-
námi. Þá tóku við skólaár lífsins, þar sem hver dagur var helgaður
viðfangsefni þess. Hann vann við ýmis störf, en lengstum var
hann til sjós, og átti það vel við hann. Hann var til hins síðasta
háseti á Hópsnesinu, sem gert er út frá Grindavík.
Steinar var drengur góður og vinur vina sinna. Að eðlisfari var
hann glaðvær, en á vissum sviðum dulur. Hann gerði sér ætið far
um að draga fram björtu og jákvæðu hliðarnar á mönnum og mál-
efnum. í allri umhirðu og störfum var hann reglumaður og sér-
stakt snyrtimenni, svo að til þess var tekið.
Magnú Steinar lést 14. september 1991.
Goðasteinn
325