Goðasteinn - 01.09.1993, Page 329
Þorbjörg Pálsdóttir
Kaldárholti, Holtum
Þorbjörg var fædd í Reykjavík hinn 18. október 1904, frum-
burður hjónanna Páls Arnasonar og Kristínar Arnadóttur. Olst
hún upp í hópi níu systkina en þau voru auk hennar: Bjargey, Árný
Jóna, Árni, Inga, Kristín, Páll, Auður og Sigríður. Átti hún og
hálfsysturina Láru.
Þorbjörg ólst upp í Reykjavík með foreldrum sínum og systkin-
um. Árið 1931 lagði Þorbjörg land undir fót og sigldi til Kaup-
mannahafnar og lærði þar fatasaum í 2 ár. Þegar heim kom, fylgdi
hún væntanlegum lífsförunauti sínum, Helga Jónssyni, að Kald-
árholti í Holtum. Eignuðust þau 5 börn, en þau eru: Páll. Jón,
Kristinn, Gísli og Dagný.
í Kaldárholti farnaðist þeim hjónum vel, þótt efnin væru ekkert
meiri en tíðkaðist hjá fólki á þessum tíma. Árið 1972 missti
Þorbjörg mann sinn og var þá sonur þeirra tekinn við búinu fyrir
allnokkru. Þá flutti Þorbjörg til Reykjavíkur og dvaldi þar, þar til
hún fluttist að dvalarheimilinu Lundi árið 1977.
Þorbjörg var ákaflega traust húsmóðir og heima var hennar
aðalvettvangur. Ríkidæmi hennar voru börnin og síðar afkom-
endur allir. Hún var myndarleg húsmóðir sem lagði metnað sinn
í að eiga smekklegt og vel hirt heimili, og gekk að hverju starfi
með atorku og dugnði. Hún bjó yfir miklum mannkostum, var
hógvær kona, en sterk. Það kom vel í ljós þegar heilsan þvarr, og
mest reyndi á þrek og æðruleysi. Hún var hreinskiptin og yfir-
borðsmennska var henni ekki að skapi.
Þorbjörg lést 4. desember 1991.
Goðasteinn
327