Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 53
Goðasteinn 2004
... eitthvað dró það úr lyst okkar hjóna að á krásunum sátu gráðug-
ar og grænar engisprettur, á lengd við vísifíngur. Ekki gerðu heimamenn
tilraun til þess að reka þær burt eða taka þær úr smjörinu ...
Orf Serbanna eru nokkuð öðruvísi en þau íslensku. Aðeins er á þeim einn hæll
og ljárinn er a.m.k. 30% lengri, enda er grasið gróft og gisið.
Eftir keppnina var hoðið til miðdegisverðar sem var sérstakur á þann hátt að á
jörðina var lagður hvítur dregill ca. 30 m. langur, hann var síðan þakinn með
kræsingum sem menn neyttu liggjandi við hlið dregilsins. Serbarnir tóku hraust-
lega til matar síns, en eitthvað dró það úr lyst okkar hjóna að á krásunum sátu
gráðugar og grænar engisprettur, á lengd við vísifingur. Ekki gerðu heimamenn
tilraun til þess að reka þær burt eða taka þær úr smjörinu, þó þær sætu þar fastar.
Serbneska sjónvarpið tók upp keppnina og tók viðtal við okkur. Sérstaklega var
orfið myndað í bak og fyrir, enda vakti það mikla athygli þátttakenda. Við eydd-
um svo deginum á svæðinu fram á kvöld í óbærilegum hita, en sluppum þó mikið
til ósködduð heim á hótel.
Daginn eftir keppnina var okkur boðið í kvöldverð til skólastjórahjóna
grunnskóla bæjarins. Með okkur var að sjálfsögðu túlkurinn Urack, enda töluðu
þau aðeins rússnesku og lítillega þýsku, auk móðurmáls. Móttökur voru frábærar
og vorum við leyst út með gjöfum, meðal annars 3 lítra fötu af hunangi sem var
frá þeirra eigin býflugnabúi.
Næsta dag var okkur ekið til Belgrad í skoðunarferð, og eyddum við þar
deginum í frábæru veðri og skoðuðum borgina undir leiðsögn bílstjórans.
Þessi dvöl okkar hjóna í Serbíu mun seint gleymast. Við vorum þarna að
nýloknu Bosníustríði. I Kosovo var ófriður í uppsiglingu. Ekki urðum við mikið
vör við afleiðingu þessa ófriðar á þeim stað sem við dvöldum, en þegar ég færði
það í tal við Urack, túlkinn okkar, að ófriðlega liti út í Kosovo, sagði hann með
áherslu að það væri nauðsynlegt að fara í þetta stríð til að sameina Serba.
Kynni okkar af landi og þjóð voru með ágætum. Fólkið er sérstaklega glaðlegt
og viðmótsþýtt, þrátt fyrir heldur bág kjör, ef miðað er við okkar lífsstíl.
Við kvöddum Liege með viðhöfn að kvöldi 21. júlí þar sem við skiptumst á
gjöfum til minja um þátttöku íslendinga í sláttukeppni á miðjum Balkanskaga.
Við flugum frá Belgrað til Frankfurtar þann 22. júlí, leigðum okkur bíl og
ókum um Mósel- og Rínarhéruð næstu daga og nutum gestristni Þjóðverja í mat
og drykk.
-51-