Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 107
Goðasteinn 2004
Séð inn eftir kirkjunni í Narssaq
Þjóðhildarkirkja í Brattahlíð
tveggja stunda flug lentum við á flugvellinum í Narssarssuaq sem er sunnan
megin Eiríksfjarðar, beint á móti Brattahlíð, hinu forna bæjarstæði Eiríks rauða.
Þegar við lentum í glampandi sól, hita og logni var klukkan í Grænlandi einnig 3,
því tveggja stunda tímamismunur er milli landanna.
Flugvöllurinn í Narssaarssuaq er gamall herflugvöllur frá Bandaríkjamönnum
á kaldastríðsárunum. Umhvefis hann er liltölulega fámenn byggð, ca. 2-3 hundruð
manns sem tengast flugi og samgöngum, t.d. hóteii og verslun, fríhöfn og svo
framvegis.
í flugstöðinni tók á móti okkur Helgi Jónasson, frændi okkar og gestgjafi þessa
ógleymanlegu Grænlandsdaga. Þegar við komum gegnum tollinn tók hann við og
útvegaði farkost út á bryggju sem er í um það bil 15 mínútna gang frá vellinum.
Þar var fólki og farangri skipt milli 2 báta. Öðrum stýrði norskur maður, Harry að
nafni, en hinum Stefán Magnússon hreindýrabóndi, sem löngu er orðinn þjóð-
sagnapersóna í báðum þessum löndum og víðar. Bátur Harrys er lítil spíttbátur
sem tekur ekki nema 6-8 manns, en þar sem við vorum með mikinn farangur
fórum við nokkur með dótið í Sómabát Stefáns.
Innanlandssamgöngur í Grænlandi eru þannig að fyrir utan fæturna eru
samgöngur milli staða annað hvort bátur eða þyrla. Vegalengdin frá Narssarssuaq
til Narssaq er 50 kílómetrar út eftir Eiríksfirðinum sein er um það bil 1-2 tíma
sigling á þeim bátum sem þarna eru í notkun. Bátur Harrys fór þetta á rúmum
klukkutíma, en við vorum 3 tíma því að vélin hafði ekki fullt afl vegna olíutregðu.
En siglingin út eftir spegilsléttum firðinum var stórkostleg. Einn og einn hafísjaka
bar fyrir augu í mismunandi litum frá hvítu yfir í blátt. Skúlptúrar og fjölbreyti-
leiki í lögun jakanna er með ólíkindum.
Fjörðurinn er fremur þröngur á þessu svæði. Töluverður gróður er uppi í fjalls-
hlíðunum, en undirlendi er nánast ekkert sunnan megin, en norðan megin eru 5-6
sveitabæir og langt á milli þeirra, dreifðir í smá dalskorum sem ganga inn í hlíð-
-105-