Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 179

Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 179
Goðasteinn 2004 Látnir 2003 búsett í Reykjavík, Páll búsettur í Reykjavík, í sambúð með Gunndísi Rósu Hafsteinsdóttur, en var áður kvæntur Hafdísi Guðmundsdóttur sem lést 1998. Steinar er búsettur á Hellu. Sambýliskona hans er Halldóra Guðlaug Helgadóttir, og Sigríður Linda er búsett á Selfossi, í sambúð með Þóri Auðuni Gunnarssyni. Barnabörn Ingibjargar eru við lát hennar 18 talsins og langömmuböm tvö. Þennan stóra barnahóp ólu þau hjónin upp í litla húsinu sínu á árbakkanum, Þrúðvangi 26, í eindrægni og góðu samkomulagi, þar sem þröngt rýrni og kröpp kjör á stundum kenndu tillitssemi, umburðarlyndi og æðruleysi, sem þar ríkti ofar hverri kröfu. Ingibjörg var örlát og hjartahlý kona, lagði kapp á að sinna um heimili sitt og fjölskyldu, og setti hag annarra ofar sínum eigin. Hún vann heimil- inu mikið með iðni, nýtni og útsjónarsemi, og vann að auki utan heimilis lengst af, um árabil á saumastofu og við sauðfjárslátrun hvert haust áratugum saman. Hún var mikil hannyrðakona, og prjónaði alla tíð á börnin sín og barnabörn, og nýtti til þess hverja stund sem gafst. Hún fagnaði hverju barni sem bættist í hóp- inn, vissi sjálf sannleiksgildi þess gamalkveðna, að daufur er barnlaus bær, og laðaði börnin að sér með ástúð sinni og viðmóti, sem þau skynjuðu og skildu. Ingibjörg barst ekki á, var fáorð um eigin hag og huga. Hugðarefni hennar voru einkum tengd ástvinum hennar og velferð þeirra, sem hún bar ætíð mjög fyrir brjósti. Þau hjónin ferðuðust mikið innanlands fyrr á árum, einkum hér sunnan- lands, og var Ingibjörg vel kunnug staðháttum og örnefnum víða um Suðurland. Enda þótt hún flíkaði heldur ekki trú sinni eða skoðunum, var hún trygg og náin kirkju sinni og var tíður gestur hér í Oddakirkju. Ingibjörg var heilsuhraust og varð sjaldan misdægurt. Langur og strangur vinnudagur hafði þó sett sitt mark á hana og dregið úr viðnámi hennar með árunum. Hún lagðist veik inn á Sjúkrahúsið á Selfossi að morgni 3. febrúar 2003, og lést þar undir kvökl sama dags, 73ja ára að aldri. Útför hennar fór fram frá Oddakirkju 8. febrúar 2003. Sr. Sigurður Jónsson Odcla Ingólfur Sigurðsson, Þingskálum, Rangárvöllum Ingólfur var fæddur á Þingskálum 10. mars 1930. Foreldrar hans voru hjónin Júlía Guðjónsdóttir frá Nefsholti í Holtum og Sigurður Eiríksson sem fædd- ur var í Arbæ á Rangárvöllum, en ólst upp á Keldum. Þau hjón bjuggu á Þingskálum frá 1926 og síðan meðan lifðu, en Sigurður lést 15. apríl 1973 og Júlía -177-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.