Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 89
Goðasteinn 2004
Torfveggurinn hefur afmarkað kálgarðinn (eins og venja var) og sennilega
hefur kálgarðurinn verið stækkaður út fyrir torfvegginn að grjótgarðinum (sjá
flatarteikningu), enda var talsvert af steinkolum í mannvistarlaginu sunnan við
torfvegginn (lag 3 í langsniði).
Niðurstaðan er að ösku og sóti úr eldhúsi bæjarins hefur verið dreift á garðinn
sem áburði og garðurinn stunginn upp reglulega. Garðurinn er yngri en 1721, sé
aldur gjóskunnar á mynd 8 rétt greindur. í kálgarð við eyðibýlið Fífilbrekku,
skammt austur af Þjórsjártúni í Asahreppi, hafði einnig verið borin aska úr eld-
stæðum býlisins (Bjarni F. Einarsson 2000:10). Býli þetta var byggt í landi
Kálfholts og varði byggðin þar frá 1912 - 1921.
6.2.1 Gripir í prufuholu 2
29 fundanúmer voru skráð í prufuholu 2 eða samtals 82 gripir. Auk beina (23
st.) fundust þar eitt brot af flögubergi, einn hnappur úr bronsi (og járni), einn
tréstafur (brendur á kafla), einn glerhallur, tvö járnstykki, meira en þrír steinkols-
molar, þrír gjallmolar (járngjall), átta naglar, 13 glerbrot (rúðugler, brúnt, grænt,
ljósgrænt og blátt flösku- og vasagler) og 26 keramíkbrot að mestu leyti með hvít-
um glerungi báðum megin. Þess ber sérstaklega að geta að steinkolin voru mun
fleiri í mannvistarlagi en hér kemur fram, en flest voru þau mjög smá og nánast í
duftformi (alveg brennd) og ekki safnað saman.
6.2.2 Túlkun á prufuholu 2
í prufuholu 2 var komið niður í kálgarð sem er yngri en 1721, en það byggir á
gjóskugreiningu (Bryndís Róbertsdóttir 1999:5). Garðurinn hefur einhverntímann
verið stækkaður til suðurs. Sót og annað rusl hefur verið borið í garðinn til
áburðar og steinkolin sem í honum finnast (í efri hluta mannvistarlagsins) benda
til þess að á býlinu hafi verið eldavél (til að brenna steinkolin), en slíkar eldavélar
munu hafa komið til landsins upp úr 1870 (Hörður Ágústsson 1998:67 og 133). I
neðri lögum mannvistarlagsins var steinkol ekki að finna, sem er góð vísbending
um að garðurinn hafi verið gerður fyrir tilkomu eldavélarinnar í Gamla Seli,
hvenær svo sem það var. Þessa lagskiptingu, með og án kola, hef ég áður fundið
við kotbýlið eða þurrabúðina Jónsbúð við Straumsvík, Hafnarfirði (Bjarni F.
Einarsson 1999).
Á bænum hefur verið ljóri (ljórar) eða gluggi úr gleri, en slíkir gluggar verða
ekki algengir hjá alþýðunni fyrr en upp úr 1800, en í híbýli heldri manna og
kirkjur eru þeir komnir miklu fyrr (Hörður Ágústsson 1998:33).
-87-