Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 86
Goðasteinn 2004
Hallinn í jarðlögunum sýnir náttúrulegan halla hólsins og þynnist mannvistar-
lagið greinilega til vesturs eins og búast má við, enda í átt frá bæjarhúsunum.
6.1.1 Gripir í prufuholu 1
í prufuholu 1 voru 23 fundarnúmer skráð eða samtals 68 gripir. Þar fundust 2
glerbrot, þar af annað blátt, 24 keramíkbrot, flest hvítglerjuð, 7 naglar, 4 járnbrot
og 20 hóffjaðrir. Að auki fundust bein (11 st.), þar á meðal bein með höggfari og
annað með boruðu gati (Sjá nánar fundaskrá).
Fjöldi hóffjaðranna er eftirtektarverður og hlýtur að skipta máli í túlkuninni á
staðnum þar sem holan var grafin á (sjá kafla 8 hér á eftir). Athyglisvert er að hóf-
fjaðrirnar finnast nær einvörðungu í endum prufuholunnar!
6.1.2 Túlkun á prufuholu 1
Ekki var komið niður á hús, en þykkt mannvistarlagsins bendir til þess að hús
(bæjarhús) hafi verið nærri. Fjöldi hóffjaðranna gæti bent til þess að hestar hafi
verið járnaðir á staðnum og það gæti hafa gerst á bæjarhlaðinu, þar sem traðirnar
hafa komið að býlinu vestanmegin, eða í einhvers konar gerði fyrir hesta. Nánari
umfjöllum um þetta atriði er í kafla 8.
Ekkert þekkjanlegt gjóskulag fannst í holunni (Bryndís Róbertsdóttir 1999:5).
6.2 Prufuhola. 2
Prufuhola 2 var syðst á svæðinu, rétt fyrir ofan línuveginn þar sem hann geng-
ur til austurs og vesturs. Holan var við rofabarð þar sem hefur horfið eitthvað af
mannvistarlögum en virðist vera að gróa upp nú að hluta. Miðja holunnar er
staðsett 17.811,83 m LL (0 punktur í Búrfellsstöð) og 13,78 m suður af
Búrfellsínu 3A. Stærð holunnar var 2,00 x 4,80 m og mesta dýpt 1,26 m í
norðurhorni, en þar var grafið talsvert niður fyrir mannvistarlagið til að skoða
gjóskulög og afstöðu þeirra. Annars var mesta dýpt holunnar 0,92 m. Stefna
hennar var NA-SV.
Vegna vind- og frostrofs var nauðsynlegt að stækka holuna lítillega frá því sem
áður var, meira en aðrar prufuholur á staðnum.
Eins og fram kemur í fyrri lýsingu var talið að hér væri öskuhaugur bæjarins,
en rannsóknin bendir sterklega til þess að hér sé kominn kálgarður Gamla-Sels.
Fjöldi og tegundir gripa eru að mati undirritaðs of fáir og fábreyttir til að geta
verið úr venjulegum öskuhaug. Einnig er mannvistarlagið svo jafnt og án allra
lagskiptinga sem bendir til þess að stöðug blöndun hafi átt sér stað á staðnum
(garðurinn plægður eða stunginn út?). Eina lagskiptingin virðist tengjast tilkomu
steinkola (lag 7, sem er efsta mannvistarlagið, getur verið afrakstur uppblásturs,
þar sem mannvistarlag og áfok (vikur, sandur og mold) blönduðust saman).
84-