Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 160
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
þegar mikið lá við gat hann sagt: „Það kemur sér, að maður er ekkert blávatn." í
heyskapnum á sumrin naut hann sín við akstur vélanna og umhirðu þeirra og með
Bergi kom hann á nær öll heimili sveitarinnar í steypuvinnu eða í önnur viðfangs-
efni, sem Bergur vann að, svo sem í girðingavinnu o.fl,. en með Bergi fékk hann
að njóta hróssins og hvatningarinnar, sem hann nærðist á.
Þannig leið tfminn. 1984 tók frændi Bergs, Sigurjón Pálsson, við fjár- og
kúabúskap í Steinum og varð þá Arni eins og ráðsmaður hans við þau störf, með
sama trúnaði við hann og Berg, hugsaði um ærnar í austurtúni, fór til fjóss og
sagði honum til, þegar honum fannst það brýn nauðsyn.
1993 fluttu svo Sigurbergur og Elín frá Steinum að Baugstjörn 22 á Selfossi og
Arni með þeim. Þar naut Árni sín sem aðstoðarmaður Bergs í hesthúsinu hans,
auk þess sem hann tók að sér ýms störf þar fyrir vini Bergs og fékk síðan ýms
ábyrgðarstörf við búskapinn að Laugardælum eins og í Steinum forðum og varð
einnig sérstakur aðstoðarmaður Hermanns í sláturhúsinu á Selfossi þar sem hann
hjálpaði til í réttinni.
Eftir andlát Sigurbergs 1998 reyndi á Árna í stuðningi við Ellu í veikindum
hennar, þar sem umhyggja og ábyrgðartilfinning var kölluð fram með svo sterkum
hætti, að hann líktist Bergi í öllum tilsvörum og háttum. Þegar Elín fór á sjúkra-
hús fluttist Árni á dvalarheimili aldraðra að Kirkjuhvoli í upphafi árs 2001. Þar
eignaðist hann sinn sérstaka síma, sent gaf honum möguleika að halda sambandi
við sína bestu vini og lifa áfram með ævintýrum hugans, sem engan meiddi en
aðeins gladdi.
Hann andaðist 27. janúar á Kirkjuhvoli og fór útför hans fram frá Eyvindar-
hólakirkju 5.2. 2003.
Sr. Halldór Gunnarsson
/
Asdís Jónasdóttir frá Efri-Kvíhólma,
Vestur-Eyjafjöllum
Ásdís fæddist 30. október 1909 í Efri-Kvíhólma for-
eldrum sínum hjónunum Guðfinnu Árnadóttur frá Mið-
Mörk og Jónasi Sveinssyni frá Rauðafelli og var fjórða
elst í níu systkina hópi, þeirra Sveins, Mörtu Sigríðar,
Engilberts Ármanns, Elínar, Guðrúnar, Guðnýjar
Bergrósu, Sigurþórs og Guðfinnu, en eftirlifandi eru
Elín, Guðný Bergrós og Sigurþór.
Hvernig þessi fjölmenna fjölskyldan lifði af með
örfáar kýr og nokkrar kindur má spyrja um í dag með
undrun. Hvernig var það hægt? Allt var nýtt heima, hlúð að gróðri, húsdýrum og
blómum.
-158-