Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 195
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
Hann kunni vel að segja frá, bæði eigin reynslu og atburðum frá liðinni tíð.
Hann skrifaði m.a. greinar og pistla sem birtust reglulega í dagblöðum og eins í
héraðsriti okkar Rangæinga, Goðasteini. Og dagbók hélt hann hvern einasta dag
frá unga aldri og til hinstu stundar, þar sem án efa margur fróðleikurinn er geymd-
ur.
Og ekki skal gleyma kímni hans og gamansemi, því margt sá hann og heyrði
sem til þess var fallið að létta lund, og hagyrðingur var hann góður.
Þorsteinn var heilsteyptur persónuleiki, ákveðinn, ábyggilegur, hreystimenni
og forkur til allrar vinnu. Hann var traustur og hjálpsamur vinum og sveitungum
og markaði með sínum hætti línur og liti í þá mynd sem Holtamenn hafa af
sveitinni sinni og því samfélagi sem þar hefur blómgast.
Þorsteinn naut blessunar góðrar heilsu uns halla tók undan fæti á efri árum eftir
annasaman dag. En skýru minni og andlegu fjöri hélt hann til hinstu stundar.
Hann andaðist á dvalarheimilinu Lundi 8. febrúar sl. og var jarðsunginn í
Sr. Halldórci./. Þorvarðardóttir
Þórhildur Þorsteinsdóttir, Breiðabólstað,
síðar Lambey
Þórhildur Þorsteinsdóttir fæddist í Vestmanna-
eyjum 20. jan. 1903. Foreldrar hennar voru Þorsteinn
Jónsson f. 14. okt. 1880, útvegsbóndi og bátsfor-
maður í Laufási í Vestmannaeyjum og kona hans
Elínborg Gísladóttir f. 1. nóv. 1883, húsfreyja.
Þorsteinn lést árið 1965 og Elínborg 9 árum síðar.
Bæði áttu þau uppruna sinn og ættir að rekja hingað í
eystri hluta Rangárvallasýslu.
Þorsteinn og Elínborg eignuðust 12 börn og var Þórhildur þeirra elst. Hin eru
þessi í aldursröð: Unnur f. 1904. Hún er látin. Gísli f. 1906, látinn; Ásta f. 1908,
látin; Jón f. 1910, hann lést á barnsaldri; Fjóla f. 1912; Ebba f. 1916, lést á barns-
aldri; Anna f. 1919; Bera f. 1921; Jón yngri f. 1923; Dagný f. 1926; Ebba yngri f.
1927. Hún er látin. Þorsteinn og Elínborg ólu upp Ástþór Runólfsson, son Unnar
dóttur þeirra.
Þórhildur fór ung að árum í fóstur til móðurforeldra sinna og ólst þar upp að
mestu leyti.
Hún naut hefðbundinnar barnafræðslu þeirrar tíðar. Tíu ára fór hún að vinna á
stakkstæðum við þurrkun saltfisks svo sem algengt var um börn sem ólust upp við
sjávarsíðuna. Hún varð snemma á lífsleiðinni, á sinn hljóðlega, yfirlætislausa hátt,
Skarðskirkjugarði.
-193-