Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 170
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
Óumdeildur var Friðjón ekki, en mér segir svo hugur, að mörgum hafi þótt, af
kynnum sínum við hann og reynslu af störfum hans, að einmitt svona ættu sýslu-
menn að vera. Friðjón fór vel með vald sitt. Hann iðkaði reyndar aldrei lög-
fræðina af ástríðu, en taldi það til höfuðkosta þeirrar fræðigreinar, að hún færi
saman við heilbrigða skynsemi. Þannig praktíseraði hann það sem kallað er sýslu-
mannaréttarfar, og hefur verið talinn einn hinna síðustu í sinni stétt sem það
gerðu. Hann var nákvæmur og reglufastur embættismaður, um leið og hann lagði
gott til allra mála er hann kom að og gerði sér aldrei mannamun. Þvert á móti var
Friðjón mannasættir, er lagði sig fram um að leysa hvers manns vanda, og reis á
farsælum sýslumannsferli sínum vel undir því að geta talist stéttarprýði.
Friðjóni var sýnt um velferð og vellíðan starfsfólks síns, hvort heldur var á
sýsluskrifstofu eða í lögreglunni, og kunni vel þá list að hrósa og umbuna fólki.
Mannleg samskipti voru meðal sterkustu hliða hans. Hann var hlýr í viðmóti og
uppörvandi, var fundvís á viðeigandi tilefni til að gleðja og gleðjast með öðrum,
fangaði vel stemmninguna, meistari tækifærisræðunnar, veitull gestgjafi, og ein-
lægt stóð gestrisið heimili þeirra Ingunnar öllum opið þegar við þurfti.
Friðjón var sinnugur og metnaðargjarn urn margvísleg menningar- og umbóta-
mál sinna sýslna, þjóðlegur héraðshöfðingi af upprunalegu gerðinni sem í krafti
embættis síns og ekki síður eigin mannkosta lagði víða gjörva hönd á plóg.
Uppbygging Byggðasafns Austur-Skaftfellinga í Gömlubúð og Dvalar- og hjúkr-
unarheimilisins Skjólgarðs á Höfn voru honunt hugleikin verkefni, og í Rangár-
þingi lét hann um sig muna í stuðningi við Byggðasafnið í Skógum og áframhald-
andi uppbyggingu þess, og kom að mörgum fleiri framfaramálum. Hann var rit-
stjóri Skaftfellings, héraðsrits Austur-Skaftfellinga, og einn af stofnendum
blaðsins Eystra-Horns á Höfn, og stýrði Goðasteini, héraðsriti Rangæinga um ára-
bil. Friðjóni var trúað fyrir margháttuðum nefndarstörfum, einkum á sviði um-
ferðaröryggismála, skólamála, kirkjumála og náttúruverndar svo nokkuð sé nefnt,
og gaf sig talsvert að félagsmálum sýslumanna. Einnig varði hann kröftum sínum
til fjölmargra samtaka og félaga, s.s. Rotaryhreyfingarinnar, Oddafélagsins og
Krabbameinsfélags Rangárvallasýslu.
Friðjón var mikið náttúrubarn, stundaði göngur talsvert, og hafði rnikinn áhuga
á fuglum og atferli þeirra. Því áhugamáli var auðvelt að sinna á Hornafirði þar
sem flestir farfuglar hafa sína fyrstu viðkomu á vorin, og ófáar ferðir átti hann út í
Ósland til að fylgjast með gestakomum. Dýrmætar voru honum stundirnar sem
þau Ingunn áttu í sumarbústað sínum sem þau fluttu austan úr Lóni að Múlakoti í
Fljótshlíð, og vistin þar bætti honum upp fjarlægðina frá sjónum sem hann sakn-
aði eftir að þau fluttust að Hvolsvelli. I Múlakoti ræktuðu þau garðinn sinn, trjá-
gróður og skrautjurtir, og löðuðu til sín fugla himinsins.
Friðjón gekk ekki heill til skógar síðustu árin, þótt glaðbeitt fas hans gæfi ekki
til kynna að svo væri. Þungri sjúkdómsraun sinni af völdum krabbameins, sem
-168-