Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 172
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
hans, þar sem himinn og jörð mættust, en í þeim samruna var heimspeki hans öll
og tríí.
Margrét flutti með syni sínum Stefáni Kristjánssyni að Stóru-Hildisey 1959 og
giftist Guðmundi Péturssyni. Jóhanna Sigríður dó 1967 og móðir hans dó 1973.
f>á voru þau tvö eftir systkinin, Marta og Gísli, sem stunduðu bústörfin með hjálp
sumarbarna og vina. Ráðist var í byggingu íbúðarhúss, sem var lokið 1979, en
stuttu síðar eða 1983 veiktist Marta og var hún frá því á sjúkrahúsum til dánar-
dags 1993.
Við tóku erfið ár hjá Gísla, þar sem hann reyndi að halda við öllum búháttum í
Ysta-Koti. Til hans kom fólk og bjó með honum, þar á meðal uppáhaldsfrændi
hans, Stefán, sem kom í heimilið með konu sinni,Valgerði Sigurjónsdóttur, og
börnum, en hann lést fjórum árum síðar af slysförum sem fékk mjög á Gísla.
1997 flutti Gísli síðan ósáttur að heiman til móts við það sem myndi verða í lífi
hans, fyrst að Sólvöllum á Eyrarbakka, síðan að Asi í Hveragerði og síðast að
Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík.
Hann andaðist á Grund 19. febrúar og fór útför hans fram frá Akureyjarkirkju
1. mars 2003.
Sr. Halldór Gunnarsson
Guðmundur Sveinbjörnsson, Mið-Mörk,
Vestur-
Guðmundar fæddist 19. desember 1951 að Mið-
Mörk, foreldrum sínum Sveinbirni Gíslasyni, ætt-
uðum frá Nýlendu og Kristínu Sæmundsdóttur frá
Stóru-Mörk og var sjöunda barn þeirra af níu börn-
um, en eitt þeirra dó rúmlega árs gamalt. Eftirlifandi
eru: Sæmundur, Sigurjón, Guðrún, Guðbjörg, Sigur-
björn, Gísli og Ásta.
I erfiðri fæðingu skaddaðist Guðmundur svo að
hann náði aldrei fullum þroska, hæfileikanum til að tjá sig, hæfileikanum til að
lifa í sanifélagi við aðra og geta verið sjálfbjarga og gefið öðrum. Hans hlutskipti
var að vera þiggjandi alla ævi og vissulega reyndi það á foreldra hans, systkini og
ættingja, sem vonuðu og báðu um kraftaverk heilsu og bata. Bæn og signing
móðurinnar var yfir honum eins og öllum börnunum hennar.
Systkinin tóku þátt í baráttu hans, reyndu að kenna honum og skildu bendingar
hans, skynjuðu gleði hans í því einfalda eins og t.d. í ferðum hans, í heimagerðu
hjólbörunum með trékassanum lil verndar gegn falli.
Umönnunin, sem varð að vera algjör, var ofviða heimilinu og um síðir eftir
mikla eftirleitan var loksins hjálparkalli heimilisins sinnt, þegar Guðmundur var
-170-