Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 115
Goðasteinn 2004
Nú á vordögum var brotið blað í skólamálum sveitarinnar, en ákveðið var að
allur rekstur skólans flytjist á Hvolsvöll. Grunnskóla Austur-Landeyja var slitið í
síðasta sinn þann 29. maí s.l. Nemendur í skólanum hafa, undanfarin ár, verið um
30 talsins, stundum undir eða yfir, aðeins mismunandi eftir árum. Til dæmis var
árgangur 1991 sá stærsti síðan 1937. Félagsheimilið Gunnarshólmi var vígt 1956
og var skólinn fluttur þangað frá Krossi 1957. Skólahúsnæði var byggt við árin
1976-1977 og var félagsheimili og skóli samnýtt að hluta. Vissulega kveðjum við
skólann okkar með söknuði og trega, hann hefur verið miðpunktur menningar og
mannlífs í sveitinni um áratuga skeið. Fjöldi manns hefur haft atvinnu við skólann
og í tengslum við hann í gegnum tíðina.
Leikskóli var starfræktur í nokkur ár, tvisvar í viku, en nú er boðið upp á leik-
skólavist á Hvolsvelli eða á Seljalandi. Foreldrafélag var starfandi í tengslum við
skólann, hin síðari ár. En ekki þýðir að sýta liðna tíð, heldur horfa bjartsýn fram á
veginn og vona að þessar breytingar verði til farsældar.
Þróttmikið félagslíf hefur lengst af verið hér í sveit. Ungmennafélagið Dags-
brún var stofnað árið 1909. Félagið sér meðal annars um árlegt þorrablót, 17. júní
hátíðarhöld og jólaball. Það hefur einnig gefið út, með hléum, fréttablaðið „Glað"
og sfðast en ekki síst ber að nefna hið mikla íþróttastarf félagsins. Hafa nokkrir
afreksmenn á landsvísu komið frá Dagsbrún. Fyrir nokkrum árurn sameinuðu
ungmennafélögin; Dagsbrún, Njáll, Þórsmörk og Baldur íþróttadeildir sínar og
stofnuðu íþróttafélagið Dímon.
Kvenfélagið Freyja var stofnað árið 1934 af nokkrum konum sem höfðu það
að aðalmarkmiði að láta gott af sér leiða, gleðja og styrkja þá sem minna máttu
sín. Eg tel að félagið hafi verið trútt þessum markmiðum sínum og styrkir árlega
m.a. heilsu- og líknarstofnanir af ýmsu tagi. Félagið hefur lengst af starfað af
miklum krafti, haldið sína árshátíð, svonefnda „Góugleði“, almenna dansleiki o.fl.
Nú um stundir hafa þessar samkomur lagst af, en annað komið í staðinn.
Kvenfélagið Freyja hefur ætíð látið sér annt um skólann, hélt um árabil
sumarskemmtun fyrir börnin fyrsta sunnudag í sumri og var handavinnusýning
skólans í tengslum við hana. Einnig átti félagið, ef ég man rétt, frumkvæði að
fyrstu vorferðum barnaskólans og kostaði þær. Seinna dró félagið sig út úr þessu
starfi, en hefur árlega styrkt vor- eða leikhúsferð skólabarna með fjárframlagi.
Félagið þrífur kirkjur sveitarinnar , endurgjaldslaust, sér um veitingar við ýmis
tækifæri í Gunnarshólma o.fl. Félagið fagnar á þessu ári 70 ára afmæli sínu og
hyggst fara í afmælisferð til Edinborgar á hausti komanda.
Heimildir eru um kirkju á Krossi frá árinu 1179 og allar götur síðan. Kirkjan
sem nú stendur var byggð árið 1850 og endurbyggð 1934. A undanförnum árum
hafa farið fram gagngerar endurbætur á kirkjunni að utan sem og umhverfi henn-
ar. Lagðar voru nýjar gangstéttar og aðgengi bætt, m.a. fyrir hjólastóla og lagt
-113-
L