Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 57
Goðasteinn 2004
Magnús Finnbogason frá Lágafelli
/
Ovenjulegir sj úkraflutningar
- mót gamalla og nýrra tíma
Ábúendur í Kúfhól á árunum 1920 til 1965 voru hjónin Sigurður Þorsteinsson
f. 1885 - d. 1974 og Guðríður Ólafsdóttir f. 1896 - d.1990. Þau eignuðust 9 börn
á árunum 1921 til 1938. Árið 1939 varð þeim hjónum sérstaklega erfitt heilsu-
farslega séð, þar sem bæði hjónin voru nokkrar vikur í stóraðgerðum á Land-
spítalanum í Reykjavík, að hluta voru þau samtímis að heiman. Eg vil nú gera
tilraun til að segja frá þessuin atvikum. Um leið bregður það ljósi á samgöngumál
og erfiðleika sem fólkið bjó við á þessum tíma.
Það mun hafa verið í byrjun febrúar að Sigurður bóndi fékk vont kvef og upp
úr því lungnabólgu og síðan þráláta brjósthimnubólgu, svo að hann lá í rúmfastur
heima svo vikum skipti, oft með mikinn hita og verulega vanlíðan. Helgi
Jónasson læknir að Stórólfshvoli var sóttur nokkrum sinnum, sem ekki var þó gert
nema mikið lægi við, enda rúmlega tvegga tíma ferð hvora leið á hesti. Um önnur
farartæki var ekki að ræða á þessum tíma.
Sá læknir sem sóttur var síðast mun hafa verið afleysingalæknir Helga
Jónassonar héraðslæknis sem var þingmaður Rangæinga á þessum tíma og mörg
ár eftir þetta. Ólafur sonur Sigurðar sem var nýorðinn 13 ára ( f. 17. jan.), þegar
þetta var, minnist þess að læknirinn stakk stórri nál í síðu Sigurðar og dró út
mikinn vökva. Urskurður hans var að Sigurður þyrfti nauðsynlega að komast á
Landsspítalann í Reykjavík í aðgerð ef hann ætti að hafa einhverja lífsvon.
Þetta voru alvarleg tíðindi fyrir fátækan einyrkja með fullt hús af börnum. Og
ekki nóg með það að Sigurður væri veikur, Guðríður húsfreyja var veik líka, búin
að vera mjög heilsulítil þennan vetur og oft við rúmið, þó nú tæki steininn úr, sem
líklega voru að einhverju leyti eftirstöðvar síðasta barnsburðar, 18. nóvember.
Þetta var fyrir tíma almannatrygginga og landið að heita mátti vegalaust. Á
þessum tíma var hringvegurinn um neðanverðar Austur-Landeyjar í uppbyggingu.
Náðist ekki að tengja hann saman fyrr en um haustið 1945 og sími var aðeins á 4
bæjum, Miðey, Hólmum, Lágafelli og Hallgeirsey.
Ólafur minnist þess að síðdegis þann dag, sem læknirinn gaf þennan úrskurð
hafi afi minn Sæmundur Ólafsson á Lágafelli sem var oddviti sveitarinnar og
ótvíræður forystumaður, auk þess að vera nágranni og góður vinur, komið í vitjun
-55-