Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 147
Goðasteinn 2004
Kirkjustarf 2003
Fellsmúlaprestakall
/
Skarðs-, Marteinstungu-, Haga-, Arbæjar- og Kálfholtssóknir
I Fellsmúlaprestakalli voru sóknarbörn 546 samkvæmt þjóðskrá. I Skarðssókn 106,
Flagasókn 49, Marteinstungusókn 87, Arbæjarsókn 162 og Kálfholtssókn 134.
Allt kirkju- og safnaðarstarf í prestakallinu hefur verið á líkum nótum og undanfarin
ár.
Barnastarf
Barnastarfið í prestakallinu gengur vel og er unnið í samstarfi sóknarprests og skól-
anna. Kemur sóknarprestur vikulega í Laugalandsskóla til nemenda 1- 3. bekkjar sem og
í leikskólann yfir vetrartímann og hefur þetta fyrirkomulag gefið góða raun. I þessum
samverum er mikið sungið, og börnin frædd um innihald kristinnar trúar og spjallað um
eitt og annað sem litlar sálir eru að velta fyrir sér, en stundunum lýkur síðan með bæn.
Auk þess eru bamastundir í guðsþjónustum þegar tök eru á því.
Fermingarfræðsla
Fermingarfræðsla vetrarins hófst með Skógamótinu um miðjan september, þegar öll
fermingarbörn sýslunnar deildu geði á fermingarbarnamóti í einn dag í Skálholti á vegum
æskulýðsnefndar prófastsdæmisins. í byrjun októbermánaðar hefjast síðan vikulegir
fræðslutímar að afloknum skóladegi á mánudögum, þar sem farið er yfir bókina Líf með
Jesú, auk annars ítarefnis. Síðan, þegar sól hefur tekið að hækka á lofti, hafa Fellsmúla-
og Oddaklerkar síðustu árin slegið sig saman og drifið sig í menningarreisu með ferming-
arhópana sína til Reykjavíkur og eytt þar einum degi í menningarlegum þankagangi. í
þessum ferðum hefur Alþingi Islendinga verið heimsótt og við notið höfðinglegrar mót-
töku þingmanna okkar úr Rangárþingi, Dómkirkjan skoðuð, rölt um Háskólasvæðið,
farið í bíó og hungrið síðan satt á flatbökustað áður en haldið er heim á leið á nýjan leik.
Sönglíf
Kirkjukórar eru vel starfandi í prestakallinu og sem fyrr eru félagar þeirra, organ-
istarnir og sóknarnefndarfólkið þeir sem leggja til krafta sína úti á akrinum og verður öllu
því góða fólki seint fullþakkað sitt fórnfúsa starf. Skarðskirkjukórinn starfar undir
leiðsögn Bjargar Hilmisdóttur, Eyrún Jónasdóttir hefur tekið á ný við Kálfholtskirkju-
kórnum og Hannes Birgir Hannesson stjórnar Árbæjarkirkjukórnum, sem og Marteins-
tungu- og Hagakirkjukórnum, auk þess sem þau eru organistar áðurnefndra kirkna.
Marteinstungukirkja
Á aðalsafnaðarfundi sem haldinn var 22. júní sl. var ákveðið að hefja undirbúning að
byggingu safnaðarhúss við kirkjuna. Voru fundarmenn á einu máli um að bygging slíks
húss væri brýn þar sem engin salernisaðstaða er fyrir hendi í kirkjunni sjálfri, né nokkur
önnur aðstaða, hvorki fyrir sóknarbörn né prest. Söfnuðurinn er fámennur og því ekki um
auðugan garð að gresja hvað fjármagn snertir, en draumurinn hefur verið orðaður og
-145-