Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 176
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
Valborg, f. 2. júlí. 1937, býr í Reykjavík, sonur hennar er Sigurður Freyr M.
Hafstein. 3) Sara Hjördís, f. 16. okt. 1939, býr í Reykjavík, gift Gunnari Ólafssyni
og eiga þau þrjú börn, Hildi Jónu, Hjördísi Elísabetu og Gunnar Arna. 4) Arni
Þorsteinn, f. 26. júlí. 1941, býr á Vestur-Sámsstöðum, sonur hans er Grétar
Þórarinn, en sambýliskona Arna er Aagot Emilsdóttir. 5) Þórunn Björg, f. 1. júlí.
1943, býr í Garðabæ, gift Arna Magnúsi Emilssyni og eiga þau þrjú börn, Orra,
Örnu og Agústu Rós. 6) Hrafnhildur Inga, f. 19. mars. 1946, býr í Garðabæ, gift
Óskari Magnússyni og eiga þau einn son, Magnús, en auk þess á Hrafnhildur þrjú
börn frá fyrra hjónabandi, Söru, Magnús og Andreu Magdalenu; 7) Þórdís Alda, f.
25. feb. 1950, býr í Mosfellsbæ, gift Gunnari B. Dungal.
Hildur var frábær hannyrðakona og húsmóðir. Heimilið hreint og fægt og ætíð
nóg að bíta og brenna. A einhvern hátt hafði hún lag á nýstárlegri matargerð á
samlandans mælikvarða, t.d. að sjóða niður kjötmeti og nýta grænmeti svo sem
njólablöð og hundasúrur.
I fæstum orðum er óhætt að segja að hún hafi lagt metnað sinn í hvert það verk
sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var einlæg og ákveðin, hispurslaus en prúð í
allri framgöngu, vinur vina sinna og trygglyndi hennar var heilt og ósvikið.
Hildi og Sigurði var velferð og menntun barna sinna mikið metnaðarmál. Til
marks um það fóru öll í héraðsskólann að Skógum og þótt þau slepptu fyrsta árinu
virtust þau í engu standa að baki þeim sem sátu öll árin.
Oda Hildur Árnason var einstök kona og óvenjuleg. Hún var vönduð og vitur
og vissi hvað hennar fólki var fyrir bestu. Því gat hún í mildi sinni einnig veitt
verðugt aðhald ef henni fannst þess þörf.
Fyrir nokkrum árum fluttu þau Hildur og Sigurður í litla íbúð á Kirkjuhvoli þar
sem þau áttu rólegar stundir þótt áratuga vinnuálag og Elli kerling hafi verið farin
að þrengja nokkuð að Sigurði. Hann lést í september árið 2000 réttra eitt hundrað
ára.
Sístækkandi hópur barnabarna og barnabarnabarna veitti Hildi mikla ánægju
og gleði en þessi hópur fyllir nú tvo tugi.
Sr. Önundur Bjömsson Breiðabólstað
Hjörleifur Gíslason, Kirkjuhvoli
Hjörleifur Gíslason fæddist í Langagerði í Hvol-
hreppi hinn 16. apríl 1913. Hann lést á heimili sínu
að Kirkjuhvoli 27. des. s.l. Hann var sonur hjónanna
Gísla Gunnarssonar frá Torfastöðum, bónda í Langa-
gerði og Guðrúnar Halldórsdóttur húsfreyju frá Kot-
múla í Fljótshlíð. Gísli var fæddur 1868 og lést 1954.
Guðrún var fædd 1878 og lést 1961.
-174-