Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 129
Goðasteinn 2004
4. og 5. bekkur. Taliðfrá vinstri: Aldís Jónsdóttir Miðhjáleigu, Bjartmann Styrmir
Einarsson Asbrún, Brynja Sif Hlynsdóttir Voðmúlastöðum, Albert Rútsson
Skíðbakka 1, Bryiulís Sigríksdóttir Syðri-Úlfsstöðum, Bjarki Axelsson Hólmum,
Þorbjörg Olafía Olafsdóttir Gularási, Ragnar Jóhannsson St. Hildisey 2.
Reglulegt skólastarf byrjaði 1890 hér í sveit. í byrjun var þetta farskóli, kennt á
þremur stöðum, á Krossi, í þinghúsi hreppsins og þeim bæjum þar sem skástur
var húsakostur og flest börn í næsta nágrenni. Kennt var í eina eða tvær vikur í
senn á hverjum stað, en þið skuluð ekki halda að hálfur tíminn hafi verið frí, nei
aldeilis ekki. Þá var sett fyrir námsefni sem átti að læra heima og rækilega fylgst
með að það væri gert sómasamlega. Þannig var þetta þangað til skólinn flutti
hingað í Gunnarshólma árið 1956 og skólaakstur var tekinn upp. Kennslutími
mun hafa verið í 2-3 mánuði á ári í byrjun. Þrátt fyrir þennan stutta tíma var
ótrúlega mikill árangur af kennslunni. Þetta var nóg til þess að kveikja neistann
sem lífsbaráttan og eðlisgreindin bættu síðan ofan á.
Mig langar nú að gera tilraun til þess að fá ykkur með mér í smá ferðalag aftur
í tímann, til þess tíma þegar ég var að byrja í skóla. Hugsið þið ykkur, krakkar, þá
voru nánast engir vegir í sveitinni. Það var enginn traktor, hvað þá bíil og sáralítið
til af heyvinnuvélum urn það leyti sem ég hóf skólagöngu í eina viku, þegar ég
var 9 ára gamall.
Árið 1942 voru eingöngu til sláttuvélar, dregnar af tveimur hestum. Plógur og
herfi voru til á stöku bæjum til þess að vinna kálgarðana á vorin og að sjálfsögðu
-127