Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 106
Goðasteinn 2004
Magnús Finnbogason frá Lágafelli:
Grænlandsferð
Það var föstudaginn 4. júlí 2003 klukkan 3 eftir hádegi að flugvél frá
Flugfélagi Færeyja hóf sig á loft frá Reykjavíkurflugvelli með mig innanborðs
sem einn í hópi átta skyldmenna og vina á leið til Grænlands tii að vera viðstödd
fermingu frænda míns, Michaels Toby Helgasonar, í Narssaq.
Skal nú gerð nánari grein fyrir hópnum. Ber þá fyrst að telja afa og ömmu
drengsins, þau Jónas Helgason frá Stórólfshvoli og Guðrúnu Arnadóttur frá
Lágafelli, náfrænku mína og uppeldissystur, þarnæst Helga Hrafnkelsson, bróður-
son Jónasar, þá Hólmfríði systur mína úr Hafnarfirði ásamt eiginmanni hennar,
Reyni Jóhannssyni, þar næst Jónu Helgadóttur, mikla vinkonu Guðrúnar frá
búskaparárum á Hellu. Síðastur en þó ekki sístur var Sigurður Asgeirsson tófu-
bani, vinur þeirra frá sama tímabili.
Þetta var önnur áætlunarferð flugvélarinnar á þessu sumri. I vélinni sem tekur
um 90 manns voru auk okkar ca. 30 manns þannig að rúmt var um alla. Eftir
Ferðahópurinn tilbúinn til heimferðar. Frá vinstri: Jóna Helgadóttir, Hellu,
greinarhöfundur, Sigurður Asgeirsson tófubani, Hellu, Guðrún Arnadóttir, Hellu,
Jónas Helgason, Hellu, Helgi Hrafnkelsson, Reykjavík, Reynir Jóhannsson,
Hafnarfirði, og Hólmfríður Finnbogadóttir, Hafnarfirði.
-104-