Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 162
Látnir 2003
Goðasteinn 2004
Bára Jónsdóttir, Raftholti
Bára Jónsdóttir fæddist á Akureyri þann 19. desem-
ber 1908 og var rétt tæpra 95 ára þegar hún lést. Að
henni stóðu stofnar þingeyskra og rangæskra ætta, en
foreldrar hennar voru hjónin Herdís Kristjánsdóttir frá
Fossseli í Reykjadal og Jón Jónsson ættaður úr
Landssveit. Eignuðust þau fimm börn sem öll eru nú
látin en þau voru, er upp komust; Alfreð, Jón, Bára og
Kristján sem var yngstur. Foreldrar hennar slitu sam-
vistir þegar Bára var barn að aldri, og á þeirn tímum var
ekki spurt hvað best væri fyrir móður og börn eða reynt
að leyfa þeim að halda saman, heldur þurfti móðir þeirra að sjá á bak börnum sín-
um, utan yngsta sonarins, til vandamanna sem og vandalausra í Landsveit.
Huggun hefur það eflaust verið harmi gegn að öll hlutu þau gott atlæti hjá góðu
fólki. Móðir hennar fluttist síðar til Reykjavíkur og giftist á ný, Bjargmundi
Sveinssyni, og eru yngri hálfsystkini Báru þrjú, þau Karítas, Hafsteinn og
Kristjana.
Bára var tekin í fóstur að Austvaðsholti af þeim öndvegishjónum Guðrúnu
Jónsdóttur og Olafi Jónssyni hreppsstjóra. Þar átti hún góða að og ólst upp í vari
þeirra og við sérlegt ástríki dóttur þeirra, Guðnýjar Agústu síðar húsfreyju í
Raftholti.
Bára gekk ekki heil til skógar og tókst á við veikindi sín um langt árabil en þá
lægði á ný og sást til sólar í lífi hennar og þá, árið 1966, flutti hún í Raftholt til
þeirra hjóna, Hjalta og Jónu, og hlúðu þau að Báru á allan þann hátt sem þau gátu
og naut hún góðs skjóls hjá þeim og heimilisfólkinu öllu.
Bústörfin í Raftholti og umsýslan við börnin þar á bæ var ævistarf Báru. Þar
undi hún best og vildi hvergi annarsstaðar vera. Hún var náttúrubarn í eðli sínu og
afar natin og snyrtileg í sinningu við skepnurnar og gekk af miklum ákafa til allra
verka, sér í lagi við heyskapinn á sumrin.
Bára var næm á barnssálina og börnin þeirra Jónu og Hjalta hændust að henni,
því hún vildi öllum vel. Og henni var eðlislægt að bera virðingu fyrir tilfinningum
þeirra og átti til óþrjótandi þolinmæði fyrir þau, spjallaði við þau og kenndi þeim
að spila á spil og leyfði þeim að ærslast og leika sér inni í herberginu hennar. Er
ekki að efa að samskiptin við hana hefur verið dýrmæt reynsla fyrir þau.
Síðastliðin 10 ár dvaldist Bára að dvalarheimilinu Lundi og eyddi þar ævi-
kvöldinu og naut góðrar aðhlynningar starfsfólksins. Hún andaðist þar þann 6.
desember sl. og var jarðsungin í Marteinstungukirkjugarði.
Sk Halldóra J. Þorvarðardóttir
-160-