Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 150
Kirkjustarf 2003
Goðasteinn 2004
meðfram honum hefur verið plantað tjágróðri. Hefur umhverfið allt tekið stakkaskiptum
og endurbæturnar heppnast með miklum ágætum. Eftir ávarp formannsins vígði sóknar-
presturinn hið nýja svæði og kirkjukórinn söng. Að lokum voru kirkjugestir trakteraðir á
heilmiklum veitingum sem konur í sókninni stóðu að og voru bornar fram á stéttinni
góðu úti við kirkjudyr.
Undir miðnætti var haldið heim á leið og var það tilkomumikil sjón að sjá hina miklu
hópreið er lagði af stað frá Káltboltskirkju og reið í átt að Hömrum og út að þjóðvegi,
áður en hópurinn fór að skiptast í aðra smærri og hver hélt til síns heima.
í sóknarnefnd Kálfholtskirkju sitja Jónas Jónsson formaður, Kálfholti, Sveinn
Tyrfingsson Lækjartúni II og Jón Þorsteinsson Syðri-Hömrum II.
Halldóra J. Þorvarðardóttir, sóknarprestur
Holtsprestakall
/
Eyvindarhóla-, Asólfsskála-, Stóra-Dals-, Kross- og Akureyjarsóknir
Kirkjustarfið
Guðþjónustur, fjölskylduguðþjónustur, aðventukvöld og athafnir voru: 6+1 í
Akureyjarkirkju, 10+1 í Krosskirkju, 3 í Voðmúlastaðakapellu , 5+2 í Stóra-Dalskirkju, 6
í Asólfsskálakirkju, 6 í Eyvindarhólakirkju og 1+3 í Skógakirkju.
Skírð voru 15 börn, fermd 14 börn, 4 hjón vígð og 8 voru jarðsettir. Farin var sam-
eiginleg ferð með eldra fólki á degi aldraðra 29. 5. í Skarðskirkju. Við fjölskylduguðs-
þjónusturnar undir Eyjafjöllum spilaði unglingahjómsveit sveitarinnar, Utexit, sem þótti
takast sérstaklega vel. Skólar og leikskóli voru heimsóttir mánaðarlega á starfstíma
þeirra, farið í heimsókn á aðventu með börnum barnaskólans í Gunnarshólma að Kirkju-
hvoli, farið í heimsóknir til sjúkra, og verið með viðtöl heima í Holti fyrir fólk í ýmsum
erfiðleikum, áfallahjálp veitt, fermingarfræðsla ofl.
Árlegur skilafundur ársins 2003, boðaður með sóknamefndarmönnum, safnaðarfull-
trúum, meðhjálpurum, organista og formanni kirkjukórs, fór fram í Holti 18.1. 2004 fyrir
Eyfellinga og 19.1. 2004 fyrir Landeyinga, þar sem sóknarprestur flutti starfsskýrslu sína
og gerði einnig grein fyrir málefnum frá héraðsfundi, frá Hjálparstofnun kirkjunnar, frá
Leikmannastefnu og kirkjuþingi. Einnig lagði hann fram yfirlit ýmissa sjóða, messu-
áætlun ofl.
Fermingarspurningar og fermingarfræðslan hófust með dagsferð fermingarbarna í
Skálholt 22. september 2003. Síðan byrjuðu spurningarnar í október á föstudögum hálfs-
mánaðarlega. Sóknirnar bjóða börnunum hádegismat, en að honum loknum er
kennslutíminn frá kl 13.15 til 15.30. Fimm sinnum eða um mánaðarlega er óskað eftir að
fermingarbörn komi með foreldrum og/eða fjölskyldu til guðþjónustu til skiptis í kirkjum
prestakallsins.
-148-