Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 193
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
sem fylgdist með, hjálpaði, studdi og hlúði að. Hún eignaðist marga vini meðal
barnanna, sem litu á Soffíu frænku eins og klett sem skagaði upp úr mislyndu
hafróti tímans.
Soffía var fulltrúi hinnar íslensku alþýðumenningar með sterk tengsl við
ættingja og vini í Rangárþingi. Hún var gædd sterkri réttlætiskennd og mislíkaði
mjög ef í'éttu máli var á einhvern hallað. Hún lagði drjúgan skerl' til líknarmála og
fylgdist vel með þeim málum sem henni þótti til betri vegar horfa.
Síðustu árin var dvalarstaðurinn elliheimilið Grund í Reykjavík. Soffía var
ekki allskosta sátt við það hlutskipti en kunni þó að meta þá umhyggju sem hún
varð aðnjótandi. Hún andaðist sátt við Guð og menn þann 4. september 2003 og
var jarðsett í Odda þann 13. sama mánaðar.
Sr. Skírnir Garðarsson
Þorsteinn Daníelsson, Guttormshaga
Þorsteinn Daníelsson fæddist í Guttormshaga
þann 28. október 1913. Foreldrar hans voru hjónin
Daníel Daníelsson frá Kaldárholti og Guðrún Sig-
ríður Guðmundsdóttir frá Miðkrika í Hvolhreppi.
Hann ólst upp í foreldrahúsum, fjórði í röð níu
systkina, við góðan aðbúnað í umhverfi rótgróinnar
sveitamenningarinnar, en þau voru er upp komust
auk hans í aldursröð talin: Guðmundur, Valgerður,
Gunnar, Dagur, Elín, Steindór og Svava.
Um tvítugsaldurinn fór Þorsteinn á nokkrar vertíð-
ir til Grindavíkur og eins vann hann um vetrartíma í byggingarvinnu í Reykjavík.
Að því loknu sneri hann heim í Guttormshaga á ný og tók æ meir við ábyrgðinni á
búskapnum. Daníel faðir hans andaðist árið 1932, og eftir það bjó Guðrún móðir
hans með börnum sínum þar til Þorsteinn tók alfarið við föðurleifð sinni árið
1945 og gerðist bóndi líkt og forfeður hans kynslóð fram af kynslóð. Þá kom inn í
líf hans lífsförunautur hans upp frá því, Ólöf Snælaugsdóttir frá Árskógsströnd í
Eyjafirði og gengu þau í hjónaband þann 26. maí 1945. Þar kom til liðs við hann
mikil gæðakona, og stýrði Ólöf heimili þeiira af hlýju og myndarskap sem reynd-
ar einkennir öll hennar störf og alla hennar framkomu.
Þau eignuðust saman börnin fjögur, en þau eru: 1) Ólafur Kristinn bóndi í
Guttormshaga, f. 1946, 2) Guðrún Sigríður, ráðskona á Selfossi, f. 1948, 3) Bjarni
Heiðar vélamaður á Hvolsvelli, f. 1950, 4) Daníel framkvæmdastjóri á Egils-
stöðum, f. 1955, Fyrir átti Þorsteinn dótturina Hjördísi sem var f. 1945 en hún lést
á síðasta ári.
-191-