Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 181
Goðasteinn 2004
Látnir 2003
Jóhann Guðlaugur Guðnason frá Vatnahjáleigu,
Austur-Landeyjum
Jóhann fæddist 24. nóvember 1919 á Efri-Úlfs-
stöðum foreldrum sínum hjónunum Guðna
Vigfússyni frá Leirubakka á Landi og Elínu
Illugadóttur frá Gerðum í Garði, en þau höfðu fyrst
búið í Rimakoti frá 1912 til 1919, síðan á Efri-Ulf-
stöðum til 1930 og síðan frá þeini tíma í Syðri-
Vatnahjáleigu. Eldri bróðir Jóhanns, Haraldur Oskar,
fæddist 30. september 1911.
Heimili þeirra í Vatnahjáleigu var þetta íslenska bænda- og menningarheimili,
þar sem búið var vel að litlu. Bóndinn utan dyra, svo sjálfstæður, hlýr og sá sem
æðraðist ekki. Húsmóðirin innan dyra, svo vinnusöm og samviskusöm að það
gleymist ekki og þau tvö saman með sonum sínum að takast á við nýja tfma,
byggingu íbúðarhúss á jörðinni, síðan útihúsin, fyrst byggð upp og aftur síðar
endurbætt, þá tekist á við ræktunina og vélvæðinguna. Haraldur kynntist konu
sinni Ille og fluttu þau síðan til Vestmannaeyja, þar sem þau eignuðust sitt heim-
ili, en Jóhann tókst sáttur á við það hlutskipti að vera heima við hlið foreldra
sinna við búskapinn.
Jóhann hafði snemma hneigst fremur að bóknámi, lærði til fullnustu í sínum
stutta barnaskóla, sem þá var farskóli, allt sem þar var kennt. Hafði rithönd fræði-
manns og listamanns. Lærði íslenskt mál til hlítar og vandaði alltaf meðferð
málsins, hvort sem hann talaði eða skrifaði. Hann skrifaði daglega í dagbók sína
frá unglingsárum, lýsti viðburðum og veðri, þar sem það hversdagslega varð oft
að ævintýrum. Hann eignaðist pennavini víðsvegar að af landinu og einnig
erlendis, þar sem starf bóndans var til umfjöllunar ásamt veðurfari og náttúru.
Veðurlýsingar úr Landeyjum voru birtar eftir hann í Goðasteini. Þá skrifaði hann
ýmsar smásögur og stutta leikþætti, þar sem létt kímni og gamansemi var fléttuð
listilega með frásögninni. Hann ritaði ábúendatal Austur-Landeyjahrepps frá 1900
til 1980, sem kom út í fjölriti 1981. Eins og sögur hans og frásagnir báru gleði
vitni, þannig var hann sjálfur, einkum gagnvart þeim sem þekktu hann best.
Kíminn og svo oft gamansamur. Hann var bókhneigður og víðlesinn og bjó vel að
þeirri þekkingu sem hann aflaði sér sjálfur.
Jóhann stóð að búskapnum með foreldrum sínum. Um stuttan tíma vann hann í
Reykjavík og tók þar bílpróf sem hann nýtti sér síðar. Þannig var Jói, eins og hann
var svo oft kallaður. Hann fór hægt um dyr og alltaf með varúð gagnvart öðrum,
sem hann þekkti ekki. Vinum sínum var hann meira en trúr. Þeir gátu treyst
honum algjörlega, leitað ráða til hans, sagt honum leyndarmál sín og áhyggjuefni
og fundið hjá honum öryggi og nýja sýn til úrlausnar. Heimilið að Svanavatni