Goðasteinn - 01.09.2004, Blaðsíða 136
Goðasteinn 2004
Guðjón Marteinsson
Mannskaðaveðrið á
Halamiðum 1925
Islenskir togaraskipstjórar fundu svonefnd Halamið, sem voru óþekkt fiskimið hér
við land alltfram til ársins 1921-22. Þessi mið vorufrá 70 og upp í 90 sjómílur til
hafs eða sem nœst í norður út af Vestfjörðum á 80 og niður í 190 faðma dýpi. A
þessum miðum fiskaðist oft mjög mikið, þó aflinn vœri ekki ævinlega sem
heppilegastur fyrir okkar frumstœðu verkun og nýtingu, sem þá byggðist að
langmestu leyti á saltfiskiverkun og tilheyrandi mörkuðum. Var þá þorskur
eftirsóttastur og verðmestur á Halanum.
Aflaðist oft mikill þorskur, en hann var langoftast að meira eða minna leyti
blandaður ufsa og karfa og þótti hvorugt eftirsóknarverð vara þá. Ufsinn var að
vísu oftast hirtur, en karfanum var undantekningarlaust mokað í sjóninn aftur.
Þetta fiskerí útheimti því mikla og erfiða vinnu, einkum þar sem um mikla
netaníðslu og rifrildi var að ræða, samfara mjög óstöðugu tíðarfari.
Algengt var að meiri eða minni hafís kom á miðin, og skapaði það oft miklar
tafir og erfiðleika. Flestir þeir ókostir sem fylgdu þessum miðum þrátt fyrir
mikinn afla urðu þó mun meira áberandi eftir að togararnir fóru að stunda þar
veiðar á haustin og fram á vetur, eða þar til aflahorfur jukust við Suðurströndina
og þó einkum á Selvogsbanka.
En þó fiskveiðar á Halanum hefðu í för með sér nefnda ókosti og annmarka
voru það í raun og veru yfirstíganlegir smámunir hjá þeim miklu áhlaupaveðrum,
sem þar voru mjög tíð og þá sérstaklega í skammdegi vetrarins. Fylgdu þeim
undantekningarlaust miklir straumar og stórsjóir, og var ástæðan talin sú að á
þessum slóðum mættust að meira eða minna leyti Pólstraumurinn og Golf-
straumurinn. Gætu þeir í sameiningu skrúfað upp stóra og hættulega straumsjói,
sem lentu oft á skipum á ólíklegasta stað og þá oft úr gagnstæðri átt við veður og
vindstöðu. Voru skip oft mjög illa leikin eftir þá viðureign þó af kæmust. Má í því
sambandi nefna flest þau skip, sem stödd voru á þessum slóðum og af komust úr
hinu mikla mannskaðaveðri frá og með 7. til 9. febrúar 1925, þegar tveir togarar
fórust á Halanum með öllum sem á þeim voru. Þetta voru Leifur heppni frá
Reykjavfk með 33 manna áhöfn og enskur togari, Robertson frá Hull, en gerður út
-134-